Losun mannafls

Það sem felst í þessum hugmyndum um styttingu skólatímans um allt að tvö ár er m.a. losun tveggja heilla árganga af færu vinnuafli út á vinnumarkaðinn, e.t.v. um átta þúsund manns. Þessi fjöldi kæmi um síðir aukalega inn á vinnumarkaðinn tilsvarandi fyrr innan styttra námstímakerfis en nú er.

Þar til viðbótar kemur svo umtalsverður hluti þess kennarafjölda sem nú er í fullri kennslu en myndi losna um við styttri námstíma á grunnskóla- og framhaldsskólastigi.

Spurningin er hvað gera á við allan þennan mannafla þegar þar að kæmi ef ekki hefur þá tekist að skapa (viðeigandi) störf fyrir fólkið.
Einnig hefur skólafólk á framhaldsskólaaldri og jafnvel yngri en það notað sumartímann til að afla sér tekna til að fjármagna nám sitt að hluta. Verði árlegur námstími lengdur þannig að sumarfrí nemenda (og kennara) verði ekki lengra en nokkrar vikur, hvernig á þá að bregðast við tekjumissi nemenda?
Verða þeir efnaminni þar með útilokaðir frá námi?
Eða, verður tekið upp hnitmiðaðra áfangakerfi á framhaldsskólastigi þar sem nemendur geta tekið sér hlé frá námi eftir atvikum þótt virkur námstími hvers og eins verði styttri en nú er?

Hvað yrði um þá sem ekki fengju vinnu eftir að námstíminn hefur verið styttur, sökum offramboðs á vinnuafli? Ef sú staða kemur upp væri berlega komið í ljós að núverandi "langa" námstímakerfi felur í sér dulið atvinnuleysi. Þá má velta vöngum yfir því hvort betra sé að hafa unga fólkið í skóla með öllum þeim beina kostnaði sem skólakerfið felur í sér eða hafa það á atvinnuleysisbótum ella.

Þessa og fjölmarga aðra þætti, ekki síst félagslega, þarf að skoða og kortleggja vandlega áður en hlaupið er í að stytta námstíma nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi.

Þá þarf ekki síður að endurskipuleggja námsframboðið og innihald námsins á hverri námsbraut með tilliti til starfsvals hvers og eins eftir getu hans og áhuga sem og eðlilegri þörf atvinnulífs og samfélags fyrir mismunandi þekkingu og færni. Ef til vill væri nærtækast og réttast að byrja á að skoða þessa þætti fyrst.


mbl.is Vill útskrifa stúdenta 18 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Allar tilraunir kennara til að benda á það sem þú bendir á hér hafa lítinn sem engan hljómgrunn fengið hjá talsmönnum þessarar hugmyndar. Þeirri sem þetta skrifar hefur alla tíð þótt það undarleg framganga þeirra sem hafa talað í krafti menntamálayfirvalda að tala af svo beru þekkingarleysi á staðreyndum eins og orsökum og afleiðingum í þessu máli.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.6.2013 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband