12.6.2013 | 13:11
Öll verðtryggð lán heimila leiðrétt?
Í þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í skuldamálum heimilanna eru all-skýr ákvæði sem og í meðfylgjandi greinargerð og tekið er fram með skýrum hætti hver á að sjá um vinnu í sambandi við hvern hinna tíu liða og hvaða ráðherra ber þar ábyrgð, sem er mikilvægt.
Ein spurning vaknar þó varðandi lið 1 um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána:
Í sjálfri þingsályktunar-tillögunni kemur m.a. fram að um sé að ræða aðgerðir varðandi "höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána"; Sem sé "húsnæðislána".
Í greinargerðinni kemur hins vegar m.a. fram varðandi lið 1 að þetta verði "Almennar aðgerðir sem gagnast öllum heimilum sem urðu fyrir forsendubresti" og að "Um sé að ræða leiðréttingu á forsendubresti".
Spurningin er hvort leiðréttingin nái til allra verðtryggðra veðlána heimila/einstaklinga, sem fyrirliggjandi voru á tímabilinu 2007-2010, þar sem viðkomandi hús- eða íbúðareign hefur verið lögð að veði óháð því hvort lánið var tekið við kaup á húsnæðinu eða síðar og óháð "tilgangi" einstaklinga með lántökunni.
Til dæmis hafa margir brugðið á það ráð við atvinnumissi að taka lán til að framfleyta fjölskyldunni.
Aðgerðir með áherslu á jafnræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.