27.4.2013 | 11:05
Um stefnumál Framsóknarflokksins vegna áhrifa verðtryggingarkerfisins
Í ávarpi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins í dag til kjósenda koma fram nokkur samantekin atriði sem varpa ljósi á staðfasta stefnu Framsóknarflokksins. Það er holl og afar athyglisverð lesning fyrir óákveðna kjósendur og getur gefið þeim ferska sýn á stöðu mála við að gera upp hug sinn. Eftirfarandi eru nokkur atriði sem vert er að undirstrika:
Neyðarlögin vörðu eignir. Þá spurðu fáir hvaða sanngirni væri í því að ráðstafa fjármagni úr þrotabúunum til að verja eignir á meðan að þeir sem áttu ekkert, eða voru skuldsettir og áttu minna en ekkert, fengu ekki neitt. Eðlilegt framhald af neyðarlögunum var að huga að hinni hlið eigna, þ.e. skuldunum (og eignunum sem skuldirnar eyddu). Sá sem átti peninga á bankabók fékk það allt bætt. Þeir sem höfðu sett fjármagn sitt í fasteign fengu engar bætur. Það er löngu tímabært að koma til móts við það fólk sem átti eigið fé í eignum sínum, þá sem höguðu sér skynsamlega, þá sem hafa unnið baki brotnu við að standa í skilum og skorið niður í öllum öðrum útgjöldum.
Samhliða þessum aðgerðum þarf að koma á heilbrigðara fjármálakerfi þar sem lögmál markaðarins um framboð og eftirspurn fara að virka neytendum í hag. Verðtryggð lán fela raunveruelgan kostnað við lántökuna með því að fresta vaxtagreiðslum þar til á síðari hluta lánstímans.
Það er ástæðan fyrir því að Íslendingar eru stundum sagðir borga tvær fasteignir á meðan menn borga eina í öðrum löndum.
Auk þess þarf að styrkja samningsstöðu þeirra og verja þau fyrir vaxtahækkunum með innleiðingu lyklalaga.
Afnám verðtryggingar af neytendalánum snýst um að koma á heilbrigðara fjármálakerfi og styrkja stöðu neytenda., segir í ávarpi Sigmundar Davíðs.
Þessu til viðbótar er vert að benda hér á enn einn ágalla verðtryggingarkerfisins fyrir launþega landsins, sem ekki hefur verið áberandi í umræðunni.
Þegar kemur að launasamningum hefur tilvist þess virkað hamlandi á launahækkanir vegna fyrirsjáanlegra áhrifa þess á verðlag og þar með verðtryggð lán. Launþegar hafa þurft að tempra launakröfur sínar af ótta við margfalt meiri hækkun verðtryggðra skulda sinna í krónum talið í kjölfarið. Að þessu leyti hefur verðtryggingarkerfið virkað eins og spennitreyja á skuldsetta launþega.
Gríðarlega spennandi kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.