Framsóknarflokkurinn og hagsmunir þínir

Ertu að sligast undan verðtryggðum lánum og/eða viltu afnám verðtryggingarkerfisins?

Framsóknarflokkurinn ætlar að stöðva vítisvél verðtryggingarkerfisins með hagsmuni venjulegra heimila og annara skuldara í huga, fyrirtækja sem einstaklinga. Það eykur ráðstöfunartekjur þeirra.

Aðrir af „stóru“ flokkunum hafa það ekki á sinni stefnuskrá.

Viltu raunverulega leiðréttingu á stökkbreyttum verðtryggðum lánum?

Framsóknarflokkurinn ætlar að koma til móts við skuldara verðtryggðra lána með því að leiðrétta áfallnar verðbætur verðtryggðra lána verulega.
Til þess verður notað fjármagn sem losnar við væntanlega og óhjákvæmilega samninga ríkisstjórnar Íslands við erlenda vogunarsjóði eða ella í formi útgönguskatts á gróða þeirra. Sá gróði þeirra myndaðist við kaup þeirra á eignasöfnum föllnu íslensku einkabankanna eftir hrunið 2008. Eignasöfnin fengu þeir fyrir brot af nafnvirði þeirra, t.d. kringum 5%, en þessi eignasöfn hafa síðan hlaðið á sig snögghækkuðum verðbótartekjum og vaxtatekjum sem greiðendur þeirra, heimilin og aðrir skuldarar þeirra á Íslandi, hafa greitt linnulaust baki brotnu eins og ekkert hafi í skorist (þeir sem það hafa getað).
Hugmyndir Framsóknarflokksins í þessum efnum ganga út á að skila ofteknum verðbótum og vöxtum til viðkomandi skuldara, þangað og þaðan sem þessar tekjur lánveitenda komu upphaflega.

Hvort passar betur fyrir þína hagsmuni,
1)
að vítisvél verðtryggingarkerfis verði stöðvuð og komið verði til móts við þá sem sitja uppi með stökkbreytt verðtryggð lán, með því að kjósa Framsóknarflokkinn, eða

2) óbreytt verðtryggingarkerfi með tilheyrandi, með því að kjósa aðra flokka.

Fyrir þá sem hugnast betur leið 1 er nauðsynlegt að Framsóknarflokkurinn fái sterka kosningu laugardaginn 27. apríl 2013. Hvert atkvæði  með X við B telur – fyrir heimilin í landinu.


mbl.is „Mikilvægt að ráða eigin örlögum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband