24.4.2013 | 14:37
Úrlausn Framsóknarflokksins um endurreisn
"Nú hafa flestir málsmetandi menn fallist á að það sé bæði framkvæmanlegt og nauðsynlegt að uppgjöri snjóhengjunnar, og þar með talið gömlu bankanna, ljúki með verulegri eftirgjöf kröfuhafanna og efnahagslegu svigrúmi fyrir Ísland. Menn hafa líka fallist á að hægt sé að ná þessari niðurstöðu hratt með skattlagningu ef samningaleiðin dugar ekki til.
Hópurinn sem stendur að vefsíðunni snjohengjan.is bendir á að eðlilegt svigrúm nemi þegar allt er talið um 800 milljörðum. Það er miklu meira en þarf til að leiðrétta stöðu heimilanna. Samhliða því er hægt að bæta stöðu ríkissjóðs og endurreisa velferðarkerfið."
Ofangreind tilvitnun er í ávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á vefsetri hans í dag undir yfirskriftinni "Þetta tækifæri kemur ekki aftur":
Þetta er gott innlegg í umræðuna um áhrif á ríkisstjóð vegna tillagna Framsóknarflokksins í skuldasmálum heimilanna og um losun gjaldeyrishafta o.fl.
Kosningaloforðin almennt dýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Athugasemdir
Ef við fáum einhverja fjármuni er skynsamlegra að lækka skuldir ríkissjóð staðinn fyrir að gefa húsnæðiseigendum.
Sleggjan og Hvellurinn, 24.4.2013 kl. 16:31
Það albesta er að koma með þessu móti til móts við heimili vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána þeirra ásamt því að komast í önnur aðkallandi verkefni og fylla umtalsvert á ríkissjóð í leiðinni.
Kristinn Snævar Jónsson, 24.4.2013 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.