19.4.2013 | 16:19
Rökfastur stuðningur við stefnu Framsóknarflokksins
Robert Wessman hefur ásamt hópi fólks úr atvinnulífinu og fræðimanna stofnað vefsíðu um svokallaðan snjóhengjuvanda Íslands tengt afléttingu gjaldeyrishaftanna hérlendis. Í frétt mbl.is um málið segir m.a.:
"Róbert segir að vegna gjaldeyrishaftanna geti íslenska ríkið þrýst á um hagstæða samninga með því að beita fyrir sig löggjafarvaldinu. Forystumenn þjóðarinnar þurfi í þessari stöðu að sýna framsýni, djörfung og þor, með hagsmuni Íslendinga í huga bæði í nútíð og framtíð."
Þeir sem fylgst hafa með kosningabaráttunni undanfarið ættu að sjá að hér er sterkur samhljómur með stefnu Framsóknarflokksins varðandi úrlausn á vanda heimilanna er tengist leiðréttingu stökkbreytingar á verðtryggðum lánum frá hrunárinu 2008. Þ.e. að nýta niðurskrift á nægilega stórum hluta þessarar snjóhengju (kröfum erlendra vogunarsjóða) til að koma til móts við heimili og skuldara sem sitja uppi með stökkbreytt verðtryggð lán.
Með staðfestu sinni gagnvart erlendum fjármálaöfl hefur Framsóknarflokkurinn sýnt að hann hefur "framsýni, djörfung og þor" til að takast á við þetta mikla verkefni. Þjóðarhagsmunir Íslands eru í veði.
Róbert Wessman stofnar snjohengjan.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.