Framsóknarflokkurinn kemur til móts við heimilin meðan öðrum er ómótt

Ringlaður frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, talsmaður óbreytts verðtryggingarkerfis, spyr hvort við höfum efni á því að láta Framsóknarflokkinn vera í forystu í þessu landi á næsta kjörtímabili.
Svarið er í stuttu máli JÁ, vegna þess að skuldug heimili þessa lands hafa ekki efni á að greiða lengur þær uppblásnu verðbætur sem frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins talar fyrir.

Staðan er þessi í dag: Fjölskyldufólk í stórum hluta heimila landsins stendur upp í háls frammi fyrir erfiðleikum m.a. vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána og kikna ef ekki er brugðist hressilega við eins fljótt og verða má.
Framsóknarflokkurinn hefur með styrk sínum sett sem forgangsmál á stefnuskrá sína að koma til móts við heimilin í þessum vandræðum og ætlar að taka á þessum svo um munar.
Sjáfstæðisflokkurinn fer undan í flæmingi varðandi slíka leiðréttingu og bendir í staðinn á kengbognar leiðir sem líta má á ekki síst sem óbeinan ríkisstyrk til lánveitenda. Frambjóðandi þeirra Vilhjálmur fjárfestir berst einna harðast fyrir óbreyttri verðtryggingu lána og hefur ekki verið leiðréttur með þá stefnu af Sjálfstæðisflokknum sem býður hann fram sem fulltrúa sinn og er honum því í reynd sammála. Hann er dyggur talsmaður lánveitenda sem vilja óbreytt kerfi verðtryggingar áfram sér til hagsbóta - og skuldurum til óbóta, þar á meðal mörgum heimilum landsins.

Fyrir umrædd heimili í vanda vegna forsendubrests varðandi verðtryggð lán ætti valið að vera auðvelt að sjá hvor kosturinn býður raunhæfari stefnu og úrlausnir fyrir þau hér og nú og þar með efnahagslífið í landinu.

 


mbl.is „Syndir framsóknarmanna eru stórar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband