Bifröst á skýi minninganna

Alltaf er jafn hressandi að sjá þessa mynd af Bifröst sem hefur verið tekin áður en hryllilega spanskgrænuklessu-steinkassabyggingin var reist fyrir framan gamla skólann og útsýnið þar með tekið frá honum og umhverfinu sem hér sést í forgrunni rústað. Sömuleiðis hvarf gamla heimsýnin að Bifröst með þessa fallegu byggingu í forgrunni þegar ekið er upp Norðurárdalinn áleiðis þangað. Það var ekki einu sinni reynt að hafa nýbyggingarómyndina í sama eða svipuðum stíl og þá gömlu t.d. með hallandi þaki og sömu litum. Það er nú svo.

En, til fyrirmyndar er hjá núverandi stjórnendum skólans að leitast við að minnka sóun á pappír og bleki. Mætti ég svo minna á að e.t.v. nýtist MS Office 365 OneNote-kerfið til vistunar og flokkunar á "útprentunum" í stað þess að prenta skjöl og töflur úr Office á pappír; Og vista minnisatriði á SkyDrive, á "Skýi minninganna".

 


mbl.is Prenta 75 þúsund færri blaðsíður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband