Skýr skilaboð á báða bóga

Þessi nýja skoðanakönnun rennir frekari stoðum undir vísbendingar könnunar MMR um daginn að Framsóknarflokkurinn er í stórsókn með því að væntanlegir kjósendur lýsa yfir kröftugum stuðningi sínum við stefnu flokksins. Eðli málsins samkvæmt er það engin furða fremur en fyrri daginn. 
Málefnin sem þar koma fram og samþykkt voru á landsfundi flokksins nýverið eru greinilega efst á blaði í huga fólksins að öllu samantöldu.

Samtímis þessari traustsyfirlýsingu við stefnu Framsóknarflokksins fellir fólkið dóm sinn yfir kafloðinni og tortryggilegri stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins í þessum afgerandi málum og ýmsum þverstæðum í framboði hans eins og málin standa þar á bæ. Ýmsir áberandi þingmenn og frambjóðendur efst á blöðum þar hafa lýst yfir andstöðu sinni  við að hrófla við verðtryggingu lána án þess að hafa verið leiðréttir af yfirstjórn flokksins. Það er allrar athygli vert! Þeir og yfirstjórn flokksns virðast því ekki skynja hvað klukkan slær núna. Þetta skynjar fólk vel. -

Stefnan verður að vera skýr og afdráttarlaust og sett fram með trúverðugum og samstilltum hætti af heilindum. Það hefur Framsóknarflokkurinn og skynjað í aðdraganda landsfundar síns og í frágangi á stefnuskrá sinni þar. Undirtektir í umræddum skoðanakönnum benda greinilega til þess að þetta er það sem stór hluti kjósenda vill og enn fleiri eru að vakna til vitundar um samhljóm stefnu Framsóknarflokksins við hagsmuni fólksins í landinu núna.

Hér er um að ræða skýr skilaboð á báða bóga.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband