26.2.2013 | 17:09
Framsókn í framsókn og engin furða
Engin furða er að samkvæmt þessari nýjustu könnun MMR stekkur Framsóknarflokkurinn enn hærra í fylgi og mælist nú með vel yfir 23 % fylgi samkvæmt henni.
Engin furða er að ríkisstjórnarflokkarnir og taglhnýtingar þeirra halda áfram að dala í heild og að ekki virðist enn ætla að daga hjá nýjum framboðum.
Enn er það heldur ekki furða að Sjálfstæðisflokkurinn missir mikið fylgi, en hann er orðinn kvefaður og loðinn í yfirlýsingum sínum um afnám verðtryggingar og leiðréttingu á stökkbreyttum og forsendubrostnum lánum og fleiri atriðum til að létta "umsátursástandinu" af heimilum og fyrirtækjum landsins, eins og formaður Framsóknarflokksins skilgreindi pólitík stjórnarflokkanna á þessu kjörtímabili svo hnyttilega í stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins fyrir viku síðan.
Sjálfstæðisflokkurinn, eða að minnsta kosti "hinn gamli og góði" kjarni hans, mun þó örugglega draga þá ályktun af þessu að þau raddbönd hans, sem tala gegn afléttingu verðtryggingar og leitast fyrst og fremst við að verja hagsmuni fjármagnseigenda á kostnað annarra, þarf að stilla svo þau verði í samhljómi við tilraunir flokksins til að ná til hugsandi almennings sem gerir sér grein fyrir að við óbreytt verðtryggingarkerfi verður ekki unað lengur.
Framsókn bætir enn við sig fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.