Við orustulok

Guðni Ágústsson, hinn dyggi framsóknarmaður, lætur mörg sannleikskornin falla í nokkrum athugasemdum í grein sinni í Morgunblaðinu í dag (s. 25) í tilefni þess að erlendir aðilar segja nú Ísland hafa sparað sér um 335 milljarða ISK við að vinna dómsmálið um Icesave-deiluna. Þar fá óvæntir aðilar hrós og væntir minna hrós.

Það var góð von á því að Guðni skyldi minnast á þetta þar sem það munar um minni upphæð en þessa. Harla vel reyndist því að fylgja ráðum réttsýnna og þjóðhollra baráttumanna landsins í Icesave-deilunni sem sáu hvar hagsmunir Íslands lágu og liggja, þótt heillum horfnir ríkisstjórnarflokkarnir sem slíkir ásamt forystuliði þeirra virðast ekki hafa gert það lengi vel meðan bardaginn stóð við erlent vald sem þeir töldu ofurefli.
Berja sumir málsvarar þeirra jafnvel enn höfði við þann úrtölustein sér til réttlætingar og svo mikið hafa þeir rifið klæði sín af vandlætingu sinni út í mótþróalýðinn og forsetann allan tímann að þeir standa nú næsta klæðalitlir í kosningamonsúninum sem er að skella á.
Það verður þó að segjast, þeim til mikilla málsbóta og hugrekki þeirra til hróss, að í síðustu orustunni, undirbúningi landsins fyrir réttarhöldin fyrir EFTA-dómstólnum, stóðu þeir ekki í vegi fyrir vörn Íslands heldur tóku upp gifturíkt samstarf við baráttufólkið og -félögin gegn Icesave-samningunum og góð og höggþétt rök þeirra. Góðu heilli!

Í fremstu víglínu í stríðinu fyrir land og þjóð var baráttuviljugt ungt fólk í nýrri framvarðarsveit Framsóknarflokksins og grasrótarfélög á vegum hans og fleiri sjálfstæðishugsandi aðila í reynd, stutt af forseta Íslands og þegar kvatt var til lokaorustu um síðustu samningslögin um Icesave 60% þjóðarinnar. Þeim sé öllum virðuleg þökk. 

En, saman förum við, íslenska þjóðin 100%, sterkari á vit léttbærari framtíðar. Það er gott.


mbl.is 336 milljarðar eru miklir peningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband