31.1.2013 | 10:42
Er ekki kominn Tími til?
Jú, það er sko kominn tími til?
Að fá umsagnir um sannleikann frá fleiri sjónarhornum er hið besta mál, enda getur verið hið versta mál að finna út hver sannleikurinn er á hinu pólitíska sviði.
Þá er e.t.v. hægt að vænta fleiri gullkorna frá Guðna Ágústssyni framsóknarmanni á prenti.
Í því sambandi má benda á að Guðni lætur mörg sannleikskornin falla í nokkrum athugasemdum í grein sinni í Morgunblaðinu í dag (s. 25) í tilefni þess að erlendir aðilar segja nú Ísland hafa sparað sér um 335 milljarða ISK við að vinna dómsmálið um Icesave-deiluna. Sjálfsagt verður að vanda deilt um þau korn.
Tíminn endurvakinn á netinu og kemur á pappír aðra hverja viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.