29.11.2012 | 12:40
Samstaða er rökrétt framhald
Í ljósi forsögunnar á pólitískum vettvangi hlýtur rökrétt framhald hjá Bjarna vera Samstaða flokkur lýðræðis og velferðar.
Bjarni er búinn að reyna Framsóknarflokkinn og Vinstri græna og e.t.v. eitthvað fleira. Varla er Samfylkingin með ESB-stefnu sína kostur fyrir Bjarna, né meintir taglhnýtingar þess flokks undir nýjum nöfnum og enn síður Sjálfstæðisflokkurinn og Hægri grænir; Eða hvað?.
Þess vegna ætti Samstaða með lausnamiðaða stefnu sína með þjóðarhagsmuni og almenningshagsmuni að leiðarljósi, bæði fyrirtækja, heimila og einstaklinga, að vera fýsilegur og góður kostur. Þar er ekki talað um vinstri eða hægri, heldur viðeigandi lausnir með heildarhagsmuni fyrir augum og raunverulegt frelsi einstaklingsins til orða, athafna og mannsæmandi lífskjara.
![]() |
Bjarni farinn úr VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.