Menningarleg innræting og alræðisvald

Frétt um óhugnanlegt morð á 14 ára unglingsstúlku, þar sem gerendur eru sagðir tveir bónleiðir karlmenn er biðluðu hennar við föður hennar, vekur upp spurningar um hvernig svona lagað getur átt sér stað. Við sem Vesturlandabúar, sem hérlendis byggjum á siðrænum lúterskum menningararfi, hneykslumst stórum og fórnum höndum í spurn yfir illskunni eða aðstæðunum sem þarna búa að baki.

Það virðist vera einhvers konar hömluleysi í samfélaginu þarna sem leiðir til þess að menn skirrast ekki við að myrða samborgara sína, jafnvel barnunga unglinga, með þessum hryllilega hætti og af svona tilefni eins og lýst er í viðtengdri frétt. 

Í þessu umrædda landi virðist þó íhaldssamt karlaveldið halda samfélaginu föstum tökum í krafti trúarlegrar túlkunar og hefða og sérstaklega konur eiga þar verulega undir högg að sækja, eðli málsins samkvæmt, einnig unglingsstúlkur eins og í þessu tilviki.

Sjálfsagt spilar menningarinnræting að stofni til lykilhlutverk almennt séð, en spurning er hvort þetta atvik snúist um hefndarmorð af trúarlegum toga eða hreina siðblindu. Hins vegar fara gerendurnir hér þvert gegn Gullnu reglunni sem þó er einn af hornsteinum íslam eins og kristni.
Beinast böndin þá ekki jafnframt að óprúttnum trúaleiðtogum sem innræta öfgafullar og jafnvel rangar túlkanir sínar með trúarsetningum sínum meðal þegna samfélagsins? Trúarsetningum sem eiga sér ekki stoð í helgiritum sem sögð eru liggja til grundvallar viðkomandi trúarbrögðum.

Hitt er annað að þar sem alræðisvald er annars vegar og raunverulegt lýðræði víðs fjarri eru almenn mannréttindi fótum troðin og mótmælum og mótmælendum rutt úr vegi. Birtingarmyndir alræðis eru margvíslegar en margar eru blóði drifnar; Engin furða t.d. að Picasso hafði ádeilumálverk sitt Guernica í svart-hvítu.

mbl.is 14 ára stúlka afhöfðuð í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband