Alþingismenn bregðast við í orði - En á borði?

Svo er að sjá að alþingismenn, a.m.k. nokkrir hjartagóðir og vel hugsandi, bregðist hér í orði kveðnu við hjartnæmum og sláandi lýsingum af kjörum og úthaldi hjúkrunarfræðinga á íslenskum sjúkrahúsum sem myndir hafa verið dregnar upp af í fréttum.

Vonandi ná góð viðbrögð alþingismanna líka inn á jólaborð langþreyttra hjúkrunarfræðinga.


mbl.is Laun hjúkrunarfræðinga rædd á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristinn Snævar. Ég hef stundum bent á þá sannarlegu staðreynd í ESB-löndum, að konur í láglaunastörfum opinbera kerfisins, eru fyrstu fórnarlömb AGS-ESB-bankaráns-niðurskurðar.

Það er tímabært að allir átti sig á því hvers konar þrælahald AGS-ESB-bankaveldið er að byggja upp.

Ég er ekki femínisti.

Ég er landamæralaus jafnréttis-sinni. Það eina sem ég get gert, er að segja mína skoðun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.11.2012 kl. 16:48

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Fólk verður þrælar bankakerfisins og eigenda lánsfjármagnsins við það að skuldsetja sig. Sárust er sú ánauð þegar eftirstöðvar gömlu lánanna vaxa þrátt fyrir afborganir - vegna verðtryggingar og verðbólguskota sem launahækkanir halda alls ekki í við. Ákjósanlegt væri að staðgreiða alla hluti til að komast hjá vaxtakostnaði, en óþolinmæði fólks er þess valdandi að það kaupir fyrr en seinna og borgar þar af leiðandi stórfé í vexti og verðbætur í stað þess að spara fyrst og kaupa svo. Þessi vítahringur komst á verulegan skrið þegar kreditkortin komu til sögunnar ásamt auknum lánamöguleikum.

Kristinn Snævar Jónsson, 25.11.2012 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband