22.11.2012 | 15:43
Hvaða úrlausn fengju þeir?
Það fólk sem hefur sjálft þurft á að halda þjónustu og líknandi þjónustu starfsfólks á sjúkrahúsum landsins, og þeir sem heimsótt hafa sjúklinga þar, gerir sér grein fyrir hinu mikilvæga og fórnfúsa starfi starfsfólksins þar, ekki síst hjúkrunarfræðinga.
Þeim er rétt lifandi lýst í orðum Hörpu Þallar Gísladóttur í meðfylgjandi fréttapistli.
Verst er að ráðamenn og aðrir sem véla um kaup og kjör hjúkrunarfræðinga virðast ekki gera sér grein fyrir þessu og/eða hafa "syndgað upp á náð" starfsfólksins til þessa í þeirri von að það starfi þrátt fyrir það áfram á hugsjónarlegum forsendum að hálfu eða miklu leyti.
Svo virðist sem alþingismenn og ráðherra heilbrigðis- og velferðarmála þurfi að leggjast veikir inn á sjúkrahús í a.m.k. nokkra daga til að horfast í augu við raunveruleikann og gera sér grein fyrir málinu.
Hvað myndi gerast ef ráðherra sjúkrahússmála fengi sjúkur og ósjálfbjarga þau svör í sjúkrarúmi sínu með vökvaflösku tengda við handlegg sinn, í ys og þys á göngum spítalans, að hann þyrfti að bíða í daga eða vikur eftir æskilegri og réttri meðferð, eða verða fluttur veikur til útlanda, vegna þess að viðeigandi tæki eru biluð eða ekki til eða starfsfólk ekki til staðar til að framkvæma tiltekna aðgerð o.s.frv.?
Eða, ef loka þyrfti deildum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum?
Hvað ef ráðherra sjúkrahússmála þyrfti að fara erlendis til læknismeðferðar vegna manneklu á LSH? Að ekki sé minnst á aðra sjúklinga! Hvaða úrlausn fengju þeir?
Ekki hægt að útskýra allt með kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.11.2012 kl. 10:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.