28.10.2012 | 21:39
Engar órökstuddar yfirlýsingar duga
Það þarf vart að taka það fram og ítreka hversu mikilvægt það er að Lilja Mósesdóttir fái skýr og greið svör við spurningum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um skuldamál ríkisins frá Seðlabanka Íslands, þ.e. staðfestar tölulegar upplýsingar um umfang snjóhengjuvandans samkvæmt mati Seðlabankans og forsendur í því sambandi.
Málflutningur seðlabankastjórans í Silfri Egils í dag þarf skýringa við í ljósi umræðu um þessi mál undanfarið um upphæð snjóhengjunnar.
Engin undanbrögð um það mega viðgangast, útúrsúningar, hálfsannleikur né lopalegt tal. Ekki dugir að fela sig bak við tal um bankaleynd né upplýsingaleynd vegna þjóðaröryggis.
Hér er um að tefla hluti sem varða beinlínis þjóðaröryggi og sem ræðst af því hvernig nú er brugðist við. Seðlabankasóló á því ekki við hér eins og um "einkamál" Seðlabankans eða tæknilegt úrlausnarefni á hans vegum væri að ræða.
Þetta er hápólitískt mál þar sem efnahagsleg framtíð þjóðarinnar er í húfi.
Vill að Már útskýri ummæli sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 29.10.2012 kl. 01:12 | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér Már var of loðinn í svörum í dag...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.10.2012 kl. 22:28
Hann tók það þó fram, af eigin frumkvæði og án þess að hika, að það þyrfti að endursemja um 300 milljarða skuldabréfið á milli gamla og nýja Landsbankans.
Enda var það gefið út í erlendri mynt til að borga fyrir "erlend" lán sem er núna búið að dæma að séu í raun ólögleg krónulán, svo það dæmi gengur ekki upp.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2012 kl. 03:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.