31.7.2012 | 11:36
Athyglisvert misrétti
Prestur í kirkju baptista í Missisippi hyggst ekki gifta þeldökkt par, karl og konu, í kirkju sinni sökum þess að margir hvítir safnaðarmeðlimir séu því mótfallnir og vísi til þess að slíkt hafi aldrei verið gert í kirkjunni frá því að hún var reist á ofanverðri 19. öld; Ella muni hann missa starfið! Hann býðst þó til að gifta parið í annarri kirkju á svæðinu.
Það er augljóst að á öllum þessum tíma hefur kerfi mannasetninga ráðið ríkjum í kirkju þessari sem ekki eru í samræmi við þau boð og gildi í helgiritinu, Biblíunni, sem söfnuðurinn þykist þó byggja lífsskoðun sína á.
Það er undarlegt að svona kirkja skuli vera við lýði í dag og að fólk sem verður fyrir svona misrétti, eins og þeldökka parið og fólk af sama litarhætti, skuli ílengjast í svona söfnuði. Þess vegna mætti halda að það fólk skilji trúargildin og náungakærleikann betur en þeir sem misréttinu beita.
En, hvað um það? Láti fólkið þetta yfir sig ganga er það í raun og veru að samþykkja misréttið. Það væri athyglisvert og fróðlegt væri að heyra nánari skýringar frá málsaðilum á þeim málalyktum. Fari svo væri það dæmi um hvernig misrétti viðgengst á grundvelli tiltekinnar túlkunar trúarstofnana í skjóli trúarbragða. Þolendurnir létu það þá yfir sig ganga væntanlega í yfirþyrmandi góðri trú.
Neitar að gifta blökkufólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þetta er bara sýnishorn af baneitruðu hugarfari hjá þeim sem ráða innan kristninnar og kirkjufólks almennt. Það sem mér finnst áhugavert að "góða fólkið" segir ekki neitt og tekur þar með þátt í þessu misrétti ... og þannig er þetta á Íslandi, frá Biskupi niður í sauðheimskan safnarmeðlim ...
Óskar Arnórsson, 31.7.2012 kl. 12:10
Við verðum að vona, Óskar, að svona misrétti og hræsni fyrirfinnist a.m.k. ekki í íslenskum kirkjum og að slíku verði úthýst hið snarasta þar sem svo kann að vera, vegna þess að svona nokkuð á ekki að lýða.
Upplýst, skynsamt og réttsýnt og ábyrgðarfullt fólk lætur ekki svona viðgangast. Það gera slyddur einar, kúgarar og fylgismenn kúgunar og meðvirkir "svefngenglar".
Hvers kyns misrétti með skírskotun til helgirita og tilheyrandi túlkun er ekki í anda neins kærleiksríks og mannelskandi guðs sem skilgreidur er svo, eðli málsins samkvæmt. Það eru einungis mannasetningar og/eða kennisetningar sem settar hafa verið eða sem þróast hafa í tengslum við félagslegar aðstæður til "löggildingar" á viðkomandi misrétti til að styrkja valdakerfi og/eða hygla forréttindahópum. Ástæðurnar eru af veraldlegum og mannlegum toga en ekki samkvæmt þeim trúargildum og siðaboðum sem raunverulega kristin kirkja byggir á.
Menn sem setja slík veraldleg markmið ofar þeim náungakærleika sem kirkjan boðar eiga ekki að fyrirfinnst í embættum og þjónandi hlutverkum innan kirkjunnar, hvorki háum né lágum.
Kristinn Snævar Jónsson, 31.7.2012 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.