Samviskubit og friðþæging með þjóðarauði

Fréttir herma að meðlimur kúveisku konungsfjölskyldunnar ætli að “gefa” dágóða upphæð til landa sinna sem uppfylla tiltekin skilyrði. Það er gott mál út af fyrir sig og mættu allir slíkir gera slíkt hið sama.
En, að kalla þetta “gjafmildi” er fullyrðing sem tekur út yfir allan þjófabálk þegar haft er í huga hvaðan féð er komið sem konungsmeðlimurinn ætlar að “gefa”. Uppspretta auðæfa hans eru olíulindir landsins sem konungsættin og hirð hennar hefur sölsað undir sig og ráðtafað eins og um einkaeign væri að ræða en ekki eign allrar þjóðarinnar eins og náttúruauðlindir eru eðli málsins samkvæmt.
Ja, öllu má nú nafn gefa!
Því má segja að hér sé ekki um að ræða raunverulega gjafmildi konungsmeðlimsins heldur síðbúna friðþægingu hans með þessum hætti á ævikvöldi þar sem hann seint um síðir iðrast óréttlátrar sjálftöku sinnar af þjóðarauðnum með því að skila örlitlu broti af honum til baka; En, vel að merkja einungis til skilgreinds hluta þjóðarinnar samkvæmt duttlungum hans sjálfs. Jafnræðisreglan er nú ekki meiri en svo.
Spurning er hvort almenningur í Kúveit geri sér grein fyrir hvernig raunverulega er í pottinn búið varðandi arðrán konungsveldisins á náttúruauðlindum landsins.
Við Íslendingar ættum einnig að líta okkur nær um hvernig náttúruauðlindum okkar er ráðstafað!
Hefur verið stundað arðrán á grunni náttúruauðlinda hér? Má ekki greina vissa hliðstæðu í þeim efnum við ástandið í Kúveit? Hvað gerum við í því?
Mun einhver fá samviskubit í því sambandi og vilja friðþægja af eigin dáðum?


mbl.is Gjafmildi í Kúveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband