Vitið í askana

Á dæminu um heildarlausn verkfræðifyrirtækisins Alu1, sem bar sigurorð af erlendum keppinautum sínum samkvæmt viðhangandi frét, sannast að bókvitið verður í askana látið fyrir rest þegar til lengri tíma er litið.

Til hamingju með þetta. Þetta hlýtur að vera og ætti að vera hvatning fyrir aðra að feta slíka leið.

Sömuleiðis er það vísbending til yfirvalda að markviss uppbygging menntunar skilar sér um síðir og til frambúðar sem undirstaða velmegunar þjóðarinnar ef rétt er á haldið.
Þar verður þó að gæta þess m.a. að fara ekki offari í tilkostnaði og haga námsframboði og menntunar- og starfsvalshvatningu þannig að hver og einn fari þá leið sem honum og samfélaginu hentar.


mbl.is Gera milljarðs samning við Norðurál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristinn Snævar. Vitið verður ekki í askana látið, hét þetta víst í gamla daga. En viskan og reynslan hefur verið gífurlega vanmetin og vanvirt í veröld nútímans. Árekstrarnir og útskúfunin er algjör af hálfu einstefnu-menntastýrðu sérfræði-þröngsýnis-stjórnendunum. Samstarf er eina farsæla leiðin fyrir alla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.7.2012 kl. 21:05

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Einmitt, Anna. Samkvæmt gamla máltækinu var sagt "bókvitið verður ekki í askana látið", en hér var ég aðeins að benda á hina rótgrónu þröngsýni og blekkingu sem í því felst og að þvert á móti feli bókvitið í sér auðæfi þegar horft er til lengri tíma.

Reyndar var Abraham Lincoln (síðar forseti Bandaríkjanna) ungur að árum snöggur að sýna ólæsum föður sínum fram á gildi menntunar og þekkingar er hann gat lesið fyrir hann innihald samnings sem hefði farið illa með fjárhag fjölskyldunnar ef karl hefði krotað undir án þess að vita hvað hann var að samþykkja. Karl hafnaði samningnum að upplestri sonarins loknum.

Nú stendur íslensk þjóð í sporum karls varðandi öllu stærri samning sem eins gott er að kunna skil á áður en samþykktur er, en það er nú allt annað mál.

Kristinn Snævar Jónsson, 8.7.2012 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband