"Paradís á Jörðu"

Ekki er að undra ásókn í námsdvöl að Bifröst. Þar er auðvelt að stilla saman þá þrjá þætti sem ég tel stuðla hvað mest að góðum námsárangri:

1) Námsaga með tilhlýðilegri örvun og hvatningu
2) líkamlega hreyfingu (ekki síst utanhúss) og
3) mannleg samskipti svo sem í félagslífi og samstarfi í nærsamfélaginu.

Þegar þetta þrennt fer saman í þeirri gleði, ánægju og sjálfseflingu sem kemur til við þetta að Bifröst kemur undursamlegur árangur í ljós þannig að nemandinn verður sem ný manneskja.
Komist hann á þetta stig mun hann  minnast námsdvalar sinnar að Bifröst sem upplifunar á nokkurs konar "paradís á Jörð". Ef ekki vegna þessa og annars, þá vegna umhverfisins.

Svo mælist hollvini.


mbl.is Mikil gróska í starfi Bifrastar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband