Líkamlegar tilvistarspurningar og upplýsingaleynd

Til hvers er fyrirbæri eins og lífsýnasafn ef ekki til að gagnast lifandi fólki?
Það er harla öfugsnúið ef það er til að gæta hagsmuna hinna dauðu.

Svo gæti virst að tillit til hinna dauðu og þöggun á hugsanlegum blekkingum í liðinni tíð sé gert hærra undir höfði en möguleikanum á að leiða sannleikann í ljós um ætterni bráðlifandi fólks.
Þannig virðist í pottinn búið í ætternismáli Jakobs Frímanns Magnússonar tónlistarmanns, en erindi hans um lífsýni látins fólks til að leiða í ljós staðreyndir um meintan  forföður hans var hafnað á forsendum um þagnarskyldu af hálfu Lífsýnasafnsins og persónuverndar af hálfu Persónuverndar.

Er jafnréttis gætt með því að einungis angistarfullt fólk tengt meintum líkamlegum sjúkdómum hafi gagn af lífsýnum látins fólks en aðrir ekki? Hvað með andlega heilsu fólks? Skipta líkamlegar tilvistarlegar spurningar lifandi fólks af andlegum og jafnvel öðrum hagsmunalegum ástæðum þá engu máli?


mbl.is Jakob vill lífsýni Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband