20.6.2012 | 00:01
Flókið eða gegnsætt veiðigjald?
Sú útfærsla ríkisstjórnarinnar á veiðigjaldinu sem nú hefur verið samþykkt sem lög er meingölluð. Ástæðan er sú að hún byggir að hluta til á kolröngum og ógegnsæjum stofni, þ.e. eftirá reiknaðri og bjagaðri "framlegð".
Gegnsætt og auðskiljanlegt veiðigjald og í anda svokallaðrar fiskihagfræði væri einfaldlega flatt krónutölugjald á t.d. þorskígildiskíló. Þannig hefði slíkt veiðileyfagjald til dæmis um 54 krónur á hvert þorskígildiskíló skilað um 15 milljörðum króna í heildartekjur til ríkisins miðað við heildarkvóta yfirstandandi fiskveiðiárs, svo tekið sé mið af væntri heildarupphæð veiðigjalds samkvæmt nýju lögunum.
Það er þó ekki þar með sagt að slíkt flatt gjald gengi undantekningalaust meðan verið er að aðlagast því.
Svona útfærsla á veiðileyfagjaldi með krónugjaldi pr. kíló felur í sér að allir aðilar vita að hverju þeir ganga fyrirfram þegar heildarkvótar hafa verið ákveðnir hverju sinni og útgerðaraðilar geta ekki bjagað álagningarstofninn með ýmsum ráðum.
Svona útfærsla væri afgerandi gegnsærri en sú sem hið flókna ný-samþykkta veiðigjald byggir á.
Frumvarp um veiðigjöld að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.