19.6.2012 | 22:26
Sérhagsmunaflokkur fellir grímuna
Hinir almennu kjósendur skulu leggja það vandlega á minnið sem Einar Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins lofaði, samkvæmt sjónvarpsfréttum á RÚV í dag 19.6.2012, að flokkur hans myndi afnema ný-samþykkta tempraða hækkun á veiðigjaldi fyrir aflaheimildir um leið og hann kæmist til valda og færa þann hluta auðlindarentunnar skilyrðislaust aftur til skjólstæðinga sinna, kvótahafandi útgerðarfélaga.
Það lá í orðum þingmannsins að hann teldi það víst að það yrði í kjölfar næstu þingkosninga.
Nú reynir á almenning, kjósendur, hvort þeir telji það sjálfsagt að afsala sér auðlindarentunni áfram til núverandi kvótahafa með því að kjósa flokk þingmannsins. Sá flokkur hefur ávallt leitast við að telja sama almenningi og kjósendum trú um að hann sé flokkur þeirra! Er nú ekki orðið glertært hvaða sannleikur felst í slíkum fullyrðingum?
Eðli málsins samkvæmt munu þeir sem telja sig sérhagsmuna eiga að gæta kjósa "sína" flokka, en er almenningur ekki búinn að átta sig á því að hann er þar ekki í fyrstu forgangsröð þegar kemur að skiptingu efnahagslegra gæða á þeim vettvangi?
Þór Saari: Kominn tími á kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.5.2016 kl. 16:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.