Forvarnareftirlit Alþingis - Umboðsmaður kjósenda - Alþingiseftirlitið

Á þessum þýðingarmiklu dæmum sem hér eru tíunduð af Eygló Harðardóttur og fréttamanni mbl.is sést að löngu virðist tímabært að stofna enn eitt eftirlitsapparatið, jafnvel þrjú, og væri það til þjóðþrifa í ljósi reynslunnar á störfum hins opinbera og embættismanna þess:

Forvarnareftirlit Alþingis:
Sér til þess að kanna allar hugsanlegar afleiðingar af lagafrumvörpum áður en þau eru samþykkt. Þetta varðar: 1) Útreikninga á fjárhagslegum afleiðingum fyrir ríki, atvinnulíf, heimili og einstaklinga, þ.e. alla hlutaðeigandi hagsmunaaðila, hópa og tengda aðila sem lögin taka til. 2) Könnun á hvort ákvæði stjórnarskráar eða fyrirliggjandi laga séu  brotin. 3) Annað sem máli skiptir, o.s.frv.

AlþingsEftirlitið:
Fylgist með að alþingimenn fylgist með úrskurðum dómsvaldsins, sérstaklega þeim tilvikum þar sem lög og/eða (stórkostlegir) gjörningar fyrirtækja og annarra eru dæmd ólögleg. Sér til þess að Alþingi bregðist við og grípi inn í framvindu mála eins og lög og stjórnarskrá mæla fyrir um. O.s.frv.

Umboðsmaður kjósenda:
Tekur við ábendingum kjósenda um ólögmætt og óréttmætt athæfi löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.
Fylgist með hvernig stjórnmálaflokkar vinna að því að efna kosningaloforð sín og gefur einkunn fyrir framvindu hvers málefnaflokks pr. flokk með tilliti til þess sem lofað er fyrir kosningar. Staða mála samkvæmt slíkum einkunnum skulu ávallt vera aðgengilegar almenningi á Netinu. Orð skulu standa.
Skerpa á þeirri grundvallarreglu sem hér á að liggja til grundvallar og tíunduð er undir lið númer 8 í fornum ættbálkalögum sem kennd eru við Móse (Þetta var um síðir fært í letur í riti sem kallað er Önnur Mósebók 20.16, og ítrekað í Fimmtu Mósebók 5.20 ef þetta skyldi hafa farið fram hjá einhverjum við lestur á ritröðinni; á sínum tíma). Þessir fornmenn gerðu sér góða grein fyrir því hvað þurfti til að halda friði og sátt í mannlegu samfélagi. (Að vísu er mikilvægt útfærsluatriði hvernig þeim reglum verði best framfylgt, með boðvaldi eða brýningu).

Þetta er sannarlega ekkert grín.


mbl.is Hætti að innheimta ólögmæt lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Við þurfum alls ekki á fleiri eftirlitsapparötum að halda.  Núverandi eftirlitsstofnanir þurfa bara að fara vinna vinnuna sína til varnar hagsmunum almennings.  Það gerist ekki með nýjum stofnunum.

Hugmyndi er göfug engu að síður.

Erlingur Alfreð Jónsson, 8.5.2012 kl. 13:06

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég skal gerast umboðsmaður kjósenda ef einhver er tilbúinn að borga mér laun fyrir það. Og þetta er ekki meint í hálfkæringi, ég hef hjartað fyrir þessu. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2012 kl. 14:23

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þakkir fyrir að pæla í þessum þýðingarmiklu málum fyrir lýðveldið Ísland.

Erlingur Alfreð: Já, þetta er vægast sagt ergilegt hversu lengi og illa Alþingi og eftirlitsaðilar eru "stundum" að bregðast við staðreyndum og knýjandi málum. Auðvitað eiga þessir aðilar sjálfir og ótilkvaddir að sjá sóma sinn í því að standa sig vel í þessu stykki eins og því að lýsa yfir "mikilli ábyrgð" sinni þegar launamál þeirra ber á góma.

Reynslan undanfarin ár og áratugi sýnir hins vegar að halda þarf starfsmönnum þjóðarinnar betur við það sem þeir eru ráðnir til og þjóðin treystir á að þeir séu að sinna sómasamlega fyrir hana. Stundum virðist þetta hafa snúist við. Þess vegna bendi ég á að það sé löngu tímabært að efla þá þætti í stjórnsýslunni sem kalla mætti "Forvarnareftirlit Alþingis, Umboðsmann kjósenda og Alþingiseftirlitið.

Reyndar eru raddir uppi um það að endurvekja Þjóðhagsstofnun, en á verksviði slíkrar stofnunar væru eðlilega þeir þættir sem ég nefni sem dæmi á verkefnaskrá "Forvarnareftirlits Alþingis".

Guðmundur: Gleður mig að sjá undirtektirnar. Ég er jafnframt viss um að þú værir öflugur og réttvísandi starfsmaður hjá slíku embætti.

Kristinn Snævar Jónsson, 8.5.2012 kl. 15:28

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég ætla reyndar að sækja um stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins. En ég bind engar vonir við ráðningu heldur ætla að hafa ólympíuandann í fyrirrúmi og taka þátt. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2012 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband