7.5.2012 | 22:44
Þjóðnýting á tapi
Hér virðast lífeyrissjóðir hafa fundið sniðuga leið til að varpa hluta af tapi sínu yfir á yfir á almenna skattborgara, a.m.k. tímabundið þar til betur árar hjá þeim:
Skerða áunnin réttindi, líklega tímabundið, en án þess að greiðslur skerðist í heildina að heitið getur til viðkomandi lífeyrisþega þar sem Tryggingastofnun ríkisins hækkar þá sínar greiðslur á móti sökum tvíeggjaðra skerðingarreglna hennar.
Skerðingarreglurnar virka í báðar áttir, bæði til lækkunar og í þessu dæmi til hækkunar á bótum þar sem tekjur lífeyrisþeganna skerðast vegna lækkunar á lífeyrissjóðsgreiðslunum.
Þetta er í reynd þjóðnýting á hluta taps lífeyrissjóðsins sem hann hefur bakað sér undanfarin ár, væntanlega tengt fjárfestingastefnu hans.
Að vísu, og vonandi, mun þetta væntanlega ganga til baka með hlilðstæðum hætti þegar lífeyrissjóðurinn verður búinn að vinna upp tapið sem orsakaði lífeyrisskerðinguna þannnig að hann hætti lífeyrisgreiðslur sínar aftur, ef skerðingarreglurnar breytast ekki með afgerandi hætti í millitíðinni.
En, á meðan verður hinn lánsfjárbústni ríkissjóður að fjármagna tap lífeyrirsjóðsins að hluta með þessum hætti.
Áunnin réttindi lækki um 7,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Tad er alveg rett ad sumir fa tetta bætt fra TR,en langt fra allir,og ætli teim væri ekki nær ad kikja a launakostnad og rekstrarkostnad i stadin.Medallaunin arid 2009 voru 7,-10miljonir a sjod,rekstrarkostnadur 2,3 miljardar hja 6 stærstu sjodunum,vid erum med 33(eda 4)sjodi allir ad gera stort sed tad sama af hverju er ekki frekar farid ut i frekari sameiningar i stadin fyrir ad radast a sjodsfelagana,
Þorsteinn J Þorsteinsson, 7.5.2012 kl. 23:10
Sæll Þorsteinn. Hvar í veröldinni ert þú? - en samt áhugasamur um málefni á Fróni, sem er gott.
Þetta er góður punktur, að sameina lífeyrissjóðina og spara í leiðinni. Einnig, að ekki allar lífeyrisgreiðslulækkanirnar verða bættar af TR vegna þaks, sbr. fréttina.
Þessi hluti sem lífeyrissjóðirnir geta með umræddum hætti fengið "fjármagnað" hjá ríkinu tímabundið með þessum hætti er dæmi um hvernig lífeyrisréttindin eru jöfnuð gegnum tekjudreifingarkerfi ríkisins. Vonandi gengur þetta til baka fyrr en síðar með því að lífeyrissjóðurinn hækki aftur greiðslur sínar til lífeyrisþeganna skjólstæðinga sinna.
Hitt er annað að lífeyrissjóðirnir hafa í reynd virkað öðrum þræði sem fjárfestinga- eða framkvæmdasjóðir fyrir atvinnulífið með þessu fyrirkomulagi skyldusparnaðar.
"Mótframlag" atvinnurekenda heitir þessu upplífgandi nafni, en hin hliðin á því er sú að á móti hafa laun ekki verið hækkuð eins mikið og annars væri. Mótframlagið er í dag 8% af nafnlaunum og á víst að hækka á næstunni. Þá má bóka að því verður haldið uppi sem rökum fyrir minni launahækkun en ella væri næst þegar samið verður. Hins vegar gildna lífeyrissjóðirnir, framkvæmdasjóðir, þeim mun meira. Vonandi tapa þeir ekki inngreiddum iðgjöldum með glæfralegri fjárfestingastefnu eins og hér hefur orðið raunin að hluta til. Þá hefði verið betra að launafólk hefði fengið þær fjárhæðir strax í sinn vasa á liðnum útborgunardögum.
Kristinn Snævar Jónsson, 7.5.2012 kl. 23:32
Sæll Kristinn Snævar; og aðrir gestir, þínir !
Landsmenn eiga einfaldlega; AÐ FÁ HVERJA EINUSTU KRÓNU endurgreidda, úr þessum ÞJÓFA bælum, síðuhafi góður.
Öngva miskunn; til handa þessum burgeisum, sem eru að svindla með fjármuni fólks, dægrin löng, Kristinn Snævar !
Punktur !!!
Með kveðjum þó; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 23:51
Ég þakka ykkur undirtektirnar, gestir góðir.
Það eru margar hliðar á þessu máli. Ein hliðin er sú, og miður góð eins og þið ugglaust vitið, séðir mennirnir, að mörgum endist því miður ekki aldur til að taka út allan sinn uppsafnaða lífeyri.
Það sem gerir dæmið verra er að eftirlifandi erfingjar fá það ekki heldur.
Að þessu leyti eru iðgjöldin að hluta til einfaldlega "skattur" sem fer m.a. til að niðurgreiða tap-slys lífeyrissjóðanna og himinháan launa- og rekstrarkostnað virðulegra féhirða. (Gróft sagt!)
En, vissulega má nefna til sögunnar jákvæðar hliðar á lífeyrisuppsöfnunarkerfinu, eins og t.d. það að hafa sjóð til taks; Margar aðrar þjóðir hafa litið öfundaraugum að því leyti til sjóða íslenska kerfisins hliðstætt og til norska olíusjóðsins.
Hins vegar væri hægt að hafa skyldusparnað með öðru fyrirkomulagi, t.d. séreignafyrirkomulagi, ef pólitískur vilji stæði til þess.
Enn aðrir benda á hreint gegnumstreymiskerfi, en þá kæmi greinilega í ljós hvers eðlis lífeyrissjóðakerfið er: Launaskattur.
Kristinn Snævar Jónsson, 8.5.2012 kl. 00:21
Þetta er sannkölluð lífeyris-baktrygging sem lífeyrissjóðirnir hafa komist í þarna: Ríkisábyrgð á tapi þeirra!
Skyldu þau sem sömdu þessar reglur og lög að baki hafa samþykkt þetta vitandi vits?
Ég held að sé löngu tímabært að stofna eitt eftirlitsapparatið enn og væri það til þjóðþrifa: AlþingsEftirlitið.
Og, eða Embætti Umboðsmanns kjósenda.
Ég er ekki að grínast.
Kristinn Snævar Jónsson, 8.5.2012 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.