Markviss merkantilismi?

Frakklandsforseti talar hér í gátum. Orð sem hann notar hér í ræðu sinni um efnahagsstefnu landsins og landa Evrópusambandsins eru afar athyglisverð fyrir þær sakir að þau virðast benda til þess að hverfa eigi aftur til markvissari merkantilisma, þ.e. einhvers konar sjálfsþurftarstefnu sem muni leiða til þess að þjóðin/þjóðirnar fari að beina neyslu sinni í innlendar vörur og þjónustu á kostnað innflutnings;
Eða, hvernig ætla þær annars að auka atvinnu heima fyrir jafnhliða því að rétta viðskiptahalla sinn af, sbr. ummæli forsetans "að losna undan skuldum, sem mun koma jafnvægi á hagkerfi eins og þörf krefur, í átt að vinnu og framleiðslu".
Ein spurning sem vaknar er hvort Evrópusambandið sé að spá í að loka sig meira af gagnvart utanaðkomandi samkeppni á neysluvörumarkaði og nýta þannig eiginleika sinn sem tollabandalag. Það þýðir m.a. að reynt yrði að loka sem mest fyrir flóð ódýrs varnings frá Asíu sem ódýrt vinnuafl þar framleiðir og framleiða í staðinn tilsvarandi vörur heima fyrir með vinnuafli sem hingað til hefur gengið atvinnu- og iðjulaust. Það er reyndar viss viska í því. Ummæli forsetans um að „ný efnahagstíð er hafin" gætu bent til þessa og vissulega yrði hún "ólík þeirri fyrri".
Það yrði athyglisvert innlegg í rökræður um frjálsa samkeppni og blandað (frekar en segja miðstýrt) hagkerfi. Er það ekki einmitt þetta sem hann á við er hann segir upp muni renna tíð "sem er eitthvað sem þróuð ríki eiga til með að fórna um of“, þ.e. lítt heft milliríkjaviðskipti leiða til þess að þau lönd sem hafa farið halloka í samkeppni við innflutning sitja uppi með gömlu framleiðslugreinarnar sínar í rúst, atvinnulaust vinnuafl og stórfelldan halla á viðskiptajöfnuði sínum. Blasir þá ekki við að skella í lás gegn innflutningi og hefja framleiðsluna í staðinn heima fyrir?

Það verður spennandi að fylgjast með hvað Frakklandsforseti er að leggja hér drög að! 


mbl.is Sarkozy: Óttinn lamar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Líkleg skýring hjá þér,þar með veiða til matar ofaní sjálfa sig,hungra í miðin okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 2.12.2011 kl. 01:17

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Má vera að eitthvað sé til í þessari túlkun. En ekki dettur mér í hug að treysta þessari frétt. Mér finnst alveg skína í gegn að sá sem þýddi er ekki starfi sínu vaxinn frekar en títt er með fréttamenn nú til dags. Hvað í ósköpunum til dæmis þýðir þessi klausa: "Sarkozy segir ennfremur að hann standi með evrunni og kallar eftir því að evrusvæðið verði að sannri efnahagslegri ríkisstjórn. " ? Ef kallinn hefur sagt þetta er það þá ekki í fullkominni andstöðu við allt hitt, sem hann er sagður hafa sagt?

Magnús Óskar Ingvarsson, 2.12.2011 kl. 03:49

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU flytur bar út fullvinnslu í dag : hávirðsauka, og fer sú frameiðsla minnkandi þannig  tekjur til innflutnings ekki bara hráefna og orku  minnka í samræmi. Frakklands Forseti talar ekki í gátum fyrir þá sem þekkja baklandið. EU er sjálfþurftarbandalag frá upphafi sem neyðist til að flytja inn ýms hráefni sem það sjálft hefur ekki.

Júlíus Björnsson, 2.12.2011 kl. 18:12

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Já, Magnús. Einhver fljótaskrift hefur verið á fréttapistli fréttamannsins og hefur hann staðreyndir greinilega ekki alveg á hreinu.

Það er einmitt lóðið, Júlíus, að að stofni til er EU tollabandalag sem m.a. átti að vernda framleiðslu meðlimaríkjanna gagnvart samkeppni annarra landa og í reynd þannig ala á ósamkeppnishæfni meðlimaríkjanna, jafnframt því að þróuðustu löndin fengju til sín aukið framboð á vinnuafli (einn þáttur fjórfrelsisins) til að halda launakostnaði sínum niðri. Nú hefur reyndin orðið sú að annað hvort hafa betur stæðu löndin innan sambandsins kafsiglt þau minna burðugu í efnahagslegu tilliti og/eða þau óburðugri jafnframt haldið uppi viðskiptum við önnur lönd utan sambandsins með miklum og ósjálfbærum halla þannig að þau eru komin í þrot.

Ég velti því fyrir mér hvort betur stæðu forysturíkin hyggist nú taka í taumana að þessu leyti jafnvel með magntakmörkunum á utanríkisviðskiptum meðlimalandanna; a.m.k. hinum illa stöddu. Spurning er þá hvaða tæki eða aðferð þau ætli að nota til þess.

Kristinn Snævar Jónsson, 2.12.2011 kl. 21:14

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

UK er með Kápuna á báðum herðum. Þjóðverjar og Frakkar eru einu ríki í EU sem gætu komist eiganrast og lifað=skrimmt af sínum náttúru gæðum. Þegar Kína var að byrja byggja upp Capitals [Þú Borgir] þá var keppni á milli EU og USA, EU [höfundarnir] varð að lúta í lægri haldi vegna fátæktar í flestum Meðlima ríkjum. 

Íslenska er myndmál farm að siðaskiptum: ORG.in b=2 BoRG og T=3 gefur markaðs ToRG. ToRGin byrjuðu á MoRGnanna. Með ORGi. EU skilgreinir sig byggja á mengingarfleið fullveldishafa höfunda sinna. Það er líka mín meginlands arfleið: strdegísku hugsun. Forfaðir minn var af Þýskum [Prúsneskum] Riddara ættum og Stríðsmála Ráðherra Dana á 18. öld. Nýlendur Rússa t.d. Pólland varð að senda allt kjöt til Kreml til borga fyrir hjálpina sem Rússar áttu að hafa veitt þeim í seinni heimstyrjöld. Rússar hafa örugglega talið sig komast betur af án fyrrverandi Nýlenda sem nú eru komnar undir Þjóðverja og Frakka að mestu leyti. 

Málið er Þjóðverjar og Frakkar eru með sterkustu vörumerkin og Ítalía inn á ríki utan EU svo sem USA , önnur ríki í EU hafa allat þurft að reiða sig á önnur EU ríki sem aðal viðskiptaríki, með vörum sem nú eru í fastri kvótaskiptingu milli EU ríkjanna. Þjóðverjar hafa skipt út mikið af landbúnað. Þýska moldin er ennþá á sínum stað.

Júlíus Björnsson, 3.12.2011 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband