Byggt á sandi

Það ætti að blasa við öllum er á horfa, leikum sem lærðum um hafnagerð með venjulega sjón, að þegar maður virðir fyrir sér loftmyndir af höfninni teknum úr suðvestri, eins og birtar hafa verið í dagblöðunum, að aur- og sandburðurinn úr ánni fer beinustu leið til Landeyjarhafnar. Straumþunginn liggur að mynni hennar í sífellu.
Hið ólánlega lágreista mannvirki ætti fremur að kalla sandgildru heldur en höfn, eins og Ómar Ragnarsson bendir á.
 
Miðað við æskilegar og nauðsynlegar forsendur um fyrirliggjandi óspillta heilbrigða skynsemi og nútímalega rannsóknartækni á grunni tilhlýðilegra gagna við val á hafnarstæði er með öllu óskiljanlegt að höfn skuli hafa verið valinn staður einmitt þarna. Það er grátbroslega fáránlegt.
Þetta mannvirki er svo sannarlega "byggt á sandi"! Hér virðist hafa verið farið fram af meira kappi en forsjá, svo undrum sætir. Að sönnu dregur það dám af blindum ruðningskrafti fljótsins sem sér um sandáfyllinguna í höfninni.
Hafi tilgangurinn með höfn þarna verið að styrkja rekstur dýpkunarskipaútgerða og tilheyrandi athafnasemi má hins vegar telja þennan ákvörðunarlega leirburð fjármálalega "tæra snilld". Eða, var reiknað með að framburður fljótsins myndi snarminnka frá og með opnun hafnarinnar?


mbl.is Landeyjahöfn á röngum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband