22.9.2011 | 13:31
Samfélagsmeðvitaðar stjörnur
Þetta er eitt af því frábæra við Bítlana, fyrir utan tónlist þeirra. Á miðjum ferlinum (kringum 1965) eru þeir orðnir sér vel meðvitaðir um áhrifamátt sinn. Þeir ná til fólks á heimsvísu með verkfærum sínum, hrífandi tónlistinni og mannbætandi og -frelsandi viðhorfum í hnyttnum textum.
Í stað texta um "hvolpaást", eins og Bítlafræðarinn Ingólfur Margeirsson kallaði texta fyrstu ára Bítlanna í frábærum útvarpsþáttum á RÚV, fóru að koma textar með mikilvægum fullyrðingum um samfélagið (sbr. Bítlarnir: Sagan ótrúlega. Mark Hertsgaard, Iðunn 1995, s. 135).
Hér hafa þeir greinilega beint kastljósi sínu að aðskilnaðarstefnu kynþátta sem enn var útbreidd í Bandaríkjunum og víða um heim á þessum árum og með því móti vakið athygli á henni svo eftir var tekið og í henni pælt.
Þetta er um þremur árum áður en King heldur hina eftirminnilegu ræðu sína um draum sinn um lausn fólks úr álögum samborgara sinna.
Bítlasamningur á 2,6 milljónir króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:33 | Facebook
Athugasemdir
Hjó líka eftir þessu. Þeir voru brautryðjendur á svo mörgum sviðum að það er ekki hægt að ofmeta þá, sama hve vinsælir þeir voru og eru enn.
Villi Asgeirsson, 22.9.2011 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.