Lántakar bera alla áhættu - Sanngjarnt?

Verðtrygging lána eins og viðgengist hefur hérlendis undanfarna áratugi byggir á botnlausu óréttlæti.

Það felst í því að lántakar bera ALLA áhættuna af þróun verðlags, 100%, en lánveitendurnir, fjármagnseigendur, bera enga áhættu í því sambandi. Í ofanálag fá þeir sína vexti, sem í þokkabót eru breytilegir í mörgum tilvikum.

Sanngjarnara væri að aðilar skiptu þessari áhættu með sér með einhverjum hætti í ljósi þess að til algjörra undantekninga heyrir að verðhjöðnun eigi sér stað og þá aðeins í einn eða örfáa mánuði hverju sinni. Verðbólga er ríkjandi.

Eygló Harðardóttir alþm., Framsóknarflokki, hefur borið fram athyglisverðar tillögur í tengslum við skiptingu þessarar áhættu milli aðila, en þær virðast ekki hafa náð eyrum þingheims til frekari umræðu og ákvörðunar þar á bæ.


mbl.is Vilja afnám verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband