Hin díakóníska kirkja

Sr. Sigríður Guðmarsdóttir á heiður skilið fyrir það fordæmi og hugrekki sem hún sýnir með því að tjá hug sinn opinberlega um biskupa- og kirkjumálin sem nú eru efst á baugi og búin að vera að velkjast þar allt of lengi.

Ég held að kirkjunnar þjónum sé meðal annars hollt að minnast þeirra grundvallandi orða sem lögð voru í munn Jesú í Matteusarguðspjalli og sem kærleiksþjónusta kirkjunnar, hin díakóníska þjónusta, er grundvölluð á:

"Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín." (Mt 25.35-36).

Andspænis ofangreindum og meintum trúnaðarbresti innan kirkjunnar sem hér um ræðir þurfa prestar og aðrir að svara meðal annars eftirfarandi spurningu:

Hvernig verður trúverðugleiki kirkjunnar þjóna og kirkjunnar sjálfrar á til dæmis vettvangi kærleiksþjónustu best tryggður og varðveittur gagnvart skjólstæðingum kirkjunnar þannig að þeim hugnist að koma til hennar í trúnaði í leit að hjálp og huggun í framtíðinni?


mbl.is „Biskup þarf að segja af sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála

Jóhanna Magnúsdóttir, 14.6.2011 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband