Endurtekin tákn og gæfa Íslands

Fréttir um vaxandi eftirspurn í heiminum eftir matvælum og öðrum hráefnum og þar af leiðandi hækkandi verð á hinu sama eru endurtekin tákn um sterka og batnandi stöðu Íslands sem framleiðanda og seljanda á þeim vettvangi.
Eins og ég bendi á í "jómfrúarbloggi" mínu um þessi mál höfum við á hendi flesta framleiðsluþætti sem þarf til vaxandi hagsældar og farsældar:
Landgæði og mikla stækkunarmöguleika ræktanlegs lands til stóraukinnar matvælaframleiðslu til útflutnings, ofgnótt ferskvatns, tiltölulega litla mengun, arðbæra matarkistu í fiskiauðlindunum kringum landið sem hægt er að gera enn þjóðhagslega hagkvæmari með frekari fullvinnslu, ódýra innlenda raforku og mikla möguleika til frekari orkuöflunar, hátt menntunarstig almennings og dýrmætt verkvit, þrautsegju og vilja til að vinna. Ekki síst er lega landsins að verða sífellt mikilvægari í tengslum við alþjóðlegar siglingar um Norðurpólinn og þjónustu við þær og auðlindavinnslu á Grænlandi. Og, við erum enn frjáls og höfum enn til þess aðstæður til að gera milliríkjasamninga um viðskipti við hvaða land eða viðskiptablokk í heiminum sem er.

Hins vegar eigum við því miður líka möguleika á að klúðra þessum stórfenglegu möguleikum okkar með rangri stefnumörkum og röngum aðgerðum óviturra eða annarlegra stjórnvalda sem ekki láta stjórnast af þeirri viðleitni að hámarka framgang heildarhagsmuna þjóðarinnar eða sem eru blind á í hverju þeir hagsmunir felast.
Vonandi tekst ávallt að bægja þeirri hættu frá um framtíð alla.
Þess vegna skiptir afgerandi miklu máli að það fólk sem velst til stjórnunar á landsmálunum á Alþingi og í ríkisstjórn sé góðum kostum búið sem íslenskir þjóðfélagsþegnar.
Lítt menntað eða reynslulítið eða að öðru leyti óviturt fólk eða fólk sem er of bjagað af þröngum sérhagsmunum tiltekinna þjóðfélagshópa eða eiginn hégóma ber þó ávallt með sér þá yfirvofandi ógn að illa takist til og illa fari að óþörfu.

Vonandi bera Íslendingar gæfu til þess í framtíðinni að kjósa ávallt vel menntað, reynslumikið, víðsýnt og viturt, gott og þjóðhollt fólk til landsstjórnarinnar, sem hefur gott vit á atvinnurekstri og efnahagsmálum og velferð þjóðarinnar.


mbl.is Ísland á nýjum stað í hagkerfi heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þá situr hljóða, ESB sinnana, það hefur lengi staðið yfir orðaskak um skynsemi inngaöngu í ESB, en helst hefur verið notuð Evran, það að ESB bjargi sínum þjóðum og að þá sé hægt að losna við bændur á Íslandi og flytja bara allan mat til landsinns ásamt fleira bulli sem ollið hefur úr þeim. Nú er maður farin að sjá suma hverja seigja að við þurfum ekki að taka upp Evru við inngöngu heldur getum haldið í Krónuna, farnir að tala um að "bjarga bændum" á fróni með því að ganga þar inn og jafnvel farnir að viðurkenna að ef við hefðum verið í ESB fyrir hrun að þá hefðum við verið þvinguð til að borga Icesave með hæstu möguleguvöxtum og ásamt hinum bankunum líka. ESB áróðurinn er í tætlum, það er ekki eftir ein einasta röksem sem heldur vatni hjá þeim. Enda hefur ESB verið svo duglegt að sína sitt rétta andlit að það er ekki hægt að verjast slíku.

Það er vonandi að við fáum fljótlega skynsamt fólk við völdin hér á fróni, ekki vetir af

Brynjar Þór Guðmundsson, 3.6.2011 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband