2.6.2011 | 21:23
Rökréttur áhugi til framsóknar
Það er afar eðlilegt og spennandi að athygli almennings beinist nú að framvindunni í Framsóknarflokknum, þessum "nýja" gamla flokki. "Allir eru að hlusta"!
Stefna sem byggð er á forsendum lands og þjóðar og fyrir land og þjóð er til þess fallin að opna augu og eyru fólks og fá það til að leggja við hlustir; Ekki síst þegar viti firrtar öfgar til hægri og vinstri eru þrautreyndar og afleiðingarnar blasa við og fólkið í landinu sýpur nötrandi beiskt seyðið af þeim.
Fólk sér væntanlega núna að of mikið "vit" sjálfumglaðra og sérhyggjulegra fjármálatrúboða leiddi til feigðarflans og efnahagshruns og of lítið vit úr gagnstæðri átt er heldur ekki á setjandi til farsællar uppbyggingar á atvinnulífi og efnahag landsins eins og blasir við nú.
Hvað er þá til ráða? Framsóknarflokkurinn hefur ef til vill svar við því núna. Það er búhyggindalegt að athuga málið nánar.
Framsóknaráhugi í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.