31.5.2011 | 23:05
Ekki skafið utan af því
Á vef Háskóla íslands, www.hi.is , kemur fram að á morgun 1. júní 2011 verði afar athyglisverður fyrirlestur um víðfeðma og margslungna greiningu á íslenskum aðstæðum er leiddu til efnahagshrunsins haustið 2008.
Þar verður kynnt greinargóð skýrsla um þessi mál, "Hrun íslenska efnahagskerfisins", en hana er einnig hægt að nálgast hér.
Við hraðskönnun í gegnum skýrsluna sýnist mér að ekki sé skafið utan af því sem höfundar skýrslunnar telja að þurfi að gera til að taka á málum hlutaðeigandi aðilja og hvaða stefnumörkun og lagasetning verði að eiga sér stað hérlendis sem fyrst um þessi mál til að leitast við að komast hjá endurteknum hörmungum (sbr. kafli 9.4, s. 61).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.