17.4.2011 | 12:13
Annars hver fyrir sig
Er það ekki afar líklegt að kjarasamningamál færist einfaldlega yfir á vettvang starfsgreinafélaga, eða jafnvel til einstakra vinnustaða, ef stefnir í pattstöðuþjark heildarsamtakanna sem varla getur talist snúast um nema hluta þeirra?
Þar mun hver semja fyrir sig á sínum forsendum í héraði þegar tímabært er, en ekki á forsendum allra annarra launþega og fyrirtækja og gjörólíkra aðstæðna sem ekki eiga við í hverju tilviki.
Í þeirri stöðu sem nú er komin upp í samningsumleitunum heildarsatakanna virðist sem ein tiltekin grein innan SA sé að reyna að setja sín forgangsmál ofar öðrum sem auk þess varðar stórpólitískt málefni sem ekki snertir aðrar atvinnugreinar beint.
Utan frá séð má það furðu gegna að talsmenn annarra atvinnugreina innan samtakanna skuli láta það viðgangast og sú spurning hefur vaknað fyrir hverja þeir eru málsvarar í reynd. Er líklegt að atvinnurekendur í þeim greinum séu allir samþykkir þeim málatilbúnaði?
Vonandi ný samningalota eftir páska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.