15.4.2011 | 22:54
Slegnar dularfullri blindu
Við lestur þessarar klásúlu um eðlilegan málatilbúnað varðandi Icesave-málið, sem furðu lostinn lagaprófessor Maria Elvira Mendez Pinedo bendir á í spurn af skiljanlegri ástæðu, virðist erfitt að skilja ráð þeirra óteljandi ráðsala sem þrjár ráðþrota ríkisstjórnir Íslands hafa keypt ráð af í örvæntingarfullri trú sinni á að auðmjúk játning með óttablandinni undanlátssemi við óbilgjarnar kröfur stórþjóða í Evrópu væri hin eina rétta leið "siðaðra og friðelskandi" þjóða eins og þeirra sem hér um ræðir.
Varla er hægt að skýra þá þráhyggju ríkisstjórnanna þriggja, hrunstjórnarinnar 2008, bráðabirgða-búsáhaldastjórnarinnar 2009 og vonarstjórnarinnar sem nú situr, að taka ítrekað upp samningaumleitanir við lagalega órökstuddar kröfur ríkisstjórna Breta og Hollendinga á þeirra forsendum, nema vegna þess að þær hafa allar verið slegnar einhverri dularfullri blindu á hið augljósa sem blasti allan tímann við: Að fara þá leið sem rammskyggnir íslenskir kjósendur hafa tvívegis og ókeypis í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu bent þeim á og sem stjórnin verður nú tilneydd og undanbragðalaust að feta af heilindum. Það verður henni vissulega ögrun, en vonandi hefur hún og allir ráðgjafarnir vaknað til fullrar meðvitundar af óværum Undralands-svefni sínum og skafið úr eyrunum til að hlusta vel á heillaráð góðra velvitandi og velvakandi ráðgjafa sem enn eru tiltækir.
Ráðgáta að Ísland skyldi ekki vísa í 111. grein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Það er þörf á að þetta mál verði rakið. Mér finnst ekki síður að ekki heyrðist púst um þetta frá Evrópusambandinu sjálfu.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 01:15
...Mér finnst ekki síður undarlegt...átti að standa.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 01:16
Í öllu sínu veldi hefur ESB verið vel meðvitað um þetta, skyldi maður ætla, en samt ekki valið að fara þessa leið. Í því sambandi vaknar réttilega þessi spurning sem þú bendir á, Jón. Það liggur beint við að álykta sem svo að það hafi því ekki þótt fýsilegur kostur frá sínum bæjardyrum séð. Það fer lítið fyrir "aumingjavorkunn" þar á bæ, eða að því að leitast við að rétta hlut lítilmagnans. Eigin hagsmunir eru í fyrirrúmi. Á sömu forsendum á Ísland að gæta sinna hagsmuna fyrst og fremst en ekki hliðra til að ástæðulausu fyrir hagsmunum annarra sem veifa fölsku flaggi í þokkabót.
Kristinn Snævar Jónsson, 16.4.2011 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.