Furðulegt við fyrstu sýn! - Og hlustun?

Manni, sem hefur vit á gæðum hljómburðar tónlistarhúsa, er vísað á dyr af hörku úr Hörpu við fyrstu formlegu hljóðprufu Sinfóníuhljómsveitarinnar þar; Tónlistarhúsi allra landsmanna! Hvað er hér á seyði?
Ég sé ekki betur en að þetta sé í ofanálag einn af sérfræðingunum í sígildri tónlist sem stóð sig frábærlega vel og gat sér og Íslandi gott orð í hinum frábæra sjónvarpsþætti Kontrapunkti Norðurlanda hér um árið.
Það hlýtur að vera ofboðslega góð ástæða hjá tónlistarstjóra Hörpu að neita Ríkharði um að vera viðstaddur, en hver hún er verður fróðlegt að heyra.
Vonandi er ekki hætta á að eitthvað hafi klúðrast í innréttingum tónlistarsala hússins eins og í útréttingum þess!
En, hvað um það. Spennandi er að heyra hvernig hljómburðurinn reynist vera á opnunartónleikunum.

PS. Nokkru síðar eftir birtingu þessarar smellnu "stórfréttar" á mbl.is kom viðbótar frétt með þeirri útskýringu á útkastinu að það hafi verið til komið sökum krafna frá erlenda fyrirtækinu sem hannaði hljómburð hússins. Þetta hafi aðeins verið hljóðprufa til að "stilla salinn", ekki til að gera hljómburðarlega úttekt á honum. Í viðbótarfréttinni segir m.a.:

"Steinunn [tónlistarstjórinn] segir að öllum fjölmiðlum hafi verið vísað burt þegar hljóðprufan hófst, ekki bara gagnrýnendum."

Þar höfum við það! Furðulega að PR-málum tónlistarhússins staðið? Það gæti hljómað þannig. Þarf e.t.v. fínstillingu!


mbl.is Vísað úr Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband