Talsmenn ríkisins um Icesave í læri til forsetans

Í frábærum málflutningi sínum í og varðandi yfirlýsingu sína um stöðu Icesave-málsins varðandi kröfur bresku og hollensku ríkisstjórnarinnar lýsti forseti Íslands helstu rökum frá sjónarhóli Íslendinga í málinu í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það er til fyrirmyndar.

Jafnframt greindi hann frá því að hann væri nú þegar búinn að senda yfirlýsinguna til ýmissa ríkisstjórna í Evrópu og mikilvægra fjölmiðla erlendis, þeim til útskýringar og glöggvunar á málavöxtum. Hann eins og sumir aðrir hefðu tekið eftir því að svo virtist sem einhvers misskilnings gætti í viðbrögðum aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands varðandi "greiðslur frá Íslandi"; að menn ytra gerðu sér ekki grein fyrir því að Bretar og Hollendingar fengju risa-upphæðir og lungann af upphæð krafna sinna úr sjálfu þrotabúi hins fallna gamla Landsbanka! Það hlytu að renna tvær grímur á hlutaðeigendur ytra um að höfða mál gegn Íslandi í því lósi og vegna samanburðar við stöðu hliðstæðra mála í þeirra eigin löndum.

Ekki hefur enn heyrst af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar af hliðstæðum toga eins og innihaldsrík og rökstudd yfirlýsing forsetans er, fyrir utan örstutta tilkynningu fjármálaráðherra í morgun.

Ríkisstjórnin og talsmenn hennar gætu ýmislegt lært af forsetanum í röggsemi, viðbragðsflýti, ákveðni, rökfestu og málafylgju við að útskýra og verja málstað íslensku þjóðarinnar. Það er vonum seinna að allt það lið geri það og taki til máls fyrir hönd þjóðarinnar allrar út á við af sömu einurð.


mbl.is Niðurstaðan má ekki sundra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Rétt hjá þér. Það er kominn tími til að kjósendur geri þá einföldu kröfu til þeirra sem sitja sem fultrúar okkar á á Alþingi að þeir vinni MEÐ þjóðinni en ekki á móti henni. Hvar værum við annars án forsetans okkar?

Júlíus Valsson, 10.4.2011 kl. 17:08

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Rétt athugað!

Það er að vísu auðvelt að kenna og læra aðferðir, en erfiðara er að kenna fólki vit og greind í þessu sambandi.

Kristinn Snævar Jónsson, 10.4.2011 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband