Þjóð í höftum hugarfarsins

Viðskiptahöft eru slæm, einkum sjálfsköpuð. Að vísu getur þurft að grípa til sértækra ráðstafana á þeim vettvangi tímabundið sökum áfalla. Almennt vitna þau þó um óstjórn í viðkomandi landi eða auðlindafátækt þess. Nú er Ísland ríkt af auðlindum og hlýtur því róta að umræddum höftum að vera að leita annars staðar og yfir lengri tíma.

Þjóð í höftum hugarfars öfgakennds heittrúnaðar er þó í sérstaklega slæmum málum, einkum ef sá átrúnaður mótast af verulega veruleikafirrtri ríkisstjórn og pólitískum rétttrúnaði, hvort sem um er að ræða til vinstri eða hægri eða annarrar áttar eða upp eða niður; þar sem valdhafar fara annaðhvort öfgakenndar leiðir sem gagnast ekki heildarhagsmunum þjóðarinnar allrar eða kunna ekki til verka við að reka efnahagskerfi landsins né skapa því lífvænlegan grundvöll og rekstrarumhverfi.

Ræðumaður á umræddum hádegisverðarfundi segir að þjóð í höftum sé ekki frjás og fullvalda þjóð. Þar hefur hann að hálfu leyti rétt fyrir sér. Sú þjóð sem sníðir sér stakk eftir vexti getur verið meira fullvalda en sú sem steypir sér af fúsum og frjálsum vilja í skuldir sem verða henni óviðráðanlegar. Hin fyrrnefnda ræður sínum málum eftir burðum sínum og möguleikum og hyggjuviti í sínu landi, en sú síðarnefnda lendir vissulega í skuldafjötrum lánardrottna og verður ekki frjáls í eigin landi, hvað þá utan þess.


mbl.is Þjóð í höftum er ekki fullvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband