Hugarfarsbreytingar er þörf um kjarasamninga

Blasir ekki við hið augljósa að allherjarviðræður launamannasamtaka við samtök atvinnulífsins í "einum pakka" er aðferð sem gengur ekki? Sú aðferð er órökræn.
Ástæðan er einfaldlega sú að mismunandi atvinnugreinar eru mismunandi vel á sig komnar efnahagslega séð á hverjum tíma. Sumar hafa meira borð fyrir báru til hækkunar launagreiðslna en aðrar, en á öðrum tíma getur dæmið hafa snúist við. Það er því vitfirring að ætla sér semja fyrir alla heildina um sömu kjarabætur samtímis og halda því fram að þá sé réttlæti fullnægt.

Það verður að brjóta þetta upp og semja um kjör á hverjum vettvangi fyrir sig. Ef samið er fyrir alla heildina um sömu kjarabætur á sama tíma rústar það einfaldlega þeim fyrirtækjum sem ekki hafa forsendur til að verða við þeim á þeim tíma. Vilja launþegar það?
Á hinn bóginn sleppa vel stæð fyrirtæki með mun minni kjarabætur til síns starfsfólks en þau gætu með réttu staðið undir. Það launafólk verður því af kjarabótum í það skiptið vegna niðurkeyrðra miðjumoðs-heildarsamninga. Vilja (þeir) launþegar það?

Við þurfum að losna út úr þeim hugsunarhætti að ef einn aðili ætti og getur með rétti fengið góða kjarabót í formi launahækkana þá eigi allir aðrir launþegahópar að fá sömu launahækkun án tillits til getu viðkomandi fyrirtækja og stofnana til að standa undir því.
Slík meðaltals-pólitík felur í sér landeyðandi stefnu sem rústar mörgum fyrirtækjum og efnahag viðkomandi starfsfólks í leiðinni, eða heldur öllum niðri í launum ella.

Þessi aðferð heildarsamninga hefur á hinn bóginn fært atvinnurekendum þá vígstöðu að geta viðhaft þá hræðslupólitík að allt fari á hliðina sökum óðaverðbólgu ef orðið yrði við "of háum" launakröfum tiltekinna hópa; á þeirri forsendu "að þá muni þetta ganga yfir allar stéttir launafólks". Viðmælandinn í þessari frétt viðhefur þau rök. Hann hefur að vísu rétt fyrir sér ef þetta myndi gerast.
Þannig er reynt að halda öllum niðri í launum, líka þeim sem með réttu hafa forsendur til þess að fá meira á tilteknum tíma.

Hver hópur launamanna verður því að semja fyrir sig til að ná raunverulegum árangri og án þess að keyra fyrirtæki sín í þrot vegna launahækkana.
Hins vegar geta hópar verið mismunandi samansettir: Þeir geta verið bundnir við allt starfsfólk tiltekins eins fyrirtækis, tiltekinnar og einsleitrar atvinnugreinar, staðar, og jafnvel afmarkaðrar stéttar launafólks sem fylgir lægri töxtum kjarasamninga starfsgreinar. En, ekki alla þjóðina samtímis!
Nema þá og því aðeins að allar atvinnugreinar blómstri samtímis og hafi því sömu forsendur til sömu kjarabóta samtímis. Það væru náttúrulega kjöraðstæður fyrir góða heildarsamninga með réttu.


mbl.is Fá ekki meiri hækkanir en aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband