Er hægt að slökkva á almennu andófi?

Málatilbúnaður sumra bandarískra stjórnmálamanna um að forseti landsins geti "slökkt á internetinu" virðist lýsa lítt dulbúinni ósk þeirra til að geta þar með dregið úr hugsanlegu andófi gegn ríkjandi stjórnvöldum þegar til slíks ástands kæmi. Sé svo lýsir það ólýðræðislegum hugsunarhætti í "landi lýðræðis og frelsis".

Í raunverulegu lýðræði er raunverulegt og skilvirkt tjáningarfrelsi. Útbreitt andóf þegnanna, að ekki sé talað um meirihluta þjóðarinnar þar að baki, kemur til vegna þess að þeir styðja ekki ríkjandi stjórnvöld í mikilvægum málum sem varða alla þjóðina, eðli málsins samkvæmt. Að ætla sér að reyna að þagga niður raddir fólksins með því að klippa á samskiptaleiðir þess eins og internetið undirstrikar vilja viðkomandi ríkisstjórnar til fara gegn vilja þess og halda völdum í óþökk þess. Hvað segja því tillögur eins og hér er um að ræða um þá sem bera þær fram?!!

Tilraunir til slíkrar þöggunar eru þó tvíeggjað vopn sem getur snúist í höndum stjórnvalda og þvert á væntingar kynt enn frekar undir óánægju fólksins og komið því út á göturnar til beinna aðgerða. Ef þjóðmálum er svo illa komið að þegnarnir una ekki lengur við það sem þeir upplifa sem kúgun af hálfu valdhafa t.d. af efnahagslegum toga og óréttlæti í skiptingu gæða lands og þjóðar þá dugir ekki að "slökkva á" interneti og öðrum fjölmiðlum. Það sýndi sig t.d. við fall Berlínarmúrsins 1989 og fall einræðisstjórna austantjaldslanda um þær mundir. Þá var internetið þó ekki komið til almennings. Fall kúgandi yfirvalda varð ekki lengur umflúið.
Svona þöggun gæti þó tafið hið óumflýjanlega og jafnvel aukið tilsvarandi hörmungar þjóðarinnar í því sambandi. Þetta gæti verið að gerast í tilteknum löndum hluta Mið-Austurlanda eins og fréttir hafa borist af undanfarna daga.
Við verðum að vona hið besta og að allt fari fram til lýðræðisáttar með friðsamlegum hætti án blóðsúthellinga. Viljum við ekki frið?!

 


mbl.is Forsetinn geti slökkt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband