Tal í gátum utan taflborðs hins bandalagavædda heims

Hér talar Steingrímur fjármálaráðherra í gátum eins og véfréttarmiðill. Það er ekki í fyrsta sinn. Það er í samræmi við þær gerðir núverandi stjórnvalda og mikilvægra undirstofnana þeirra er þau slengja fram skoðunum sínum, ætlunarverkum og tilmælum án þess að færa fyrir þeim viðhlýtandi rök.

Helst grillir hér í þau rök fjármálaráðherra að litla og fallega íslenska krónan hafi gagnast vel til að vinna þjóðina út úr afleiðingum bankahrunsins 2008. Þar er til skamms tíma litið og bent á hefðbundnar gengisfellingar sem öflugt tæki til viðbragða þegar í óefni er komið. Ekki beint uppbyggileg stefna til lengri tíma litið!
Hann sleppir því hins vegar að ræða um hvaða þátt litla og fallega og ofurviðkvæma og tilfinningaríka íslenska krónan átti ásamt handónýtu og blekkingarkenndu "eftirlitskerfi" hins opinbera í þeirri atburðarás sem leiddi til hrunsins. Að óbreyttu mun sagan endurtaka sig. Hverjir vilja það?

Á sama hátt lætur hann sem fyrr hjá líða að tefla fram öðrum valkostum sem hann ef til vill álítur hentugri og farsælli en aðild að ESB. Hverjir eru þeir þá?
Telur hann ef til vill eins og svo margir áberandi og rakalitlir og úrræðalausir úrtölumenn um ESB-aðild að hag smáríkisins Íslands í heimi stórþjóða og ríkjabandalaga, sem í vaxandi mæli munu takast á um þverrandi auðlindir heimsins þar sem öllum brögðum er beitt, sé betur borgið utan allra mögulegra bandalaga? Telur Steingrímur ráðherra að stórbandalögin láti sig hag smáþjóðar utan þeirra einhverju skipta, ættbálkaþjóðar sem bíður örlaga sinna ein sér í gósenlandi sínu varnarlaus og vinalaus og utan mikilsmetandi efnahagsliðsheilda? Höfum við ekki þegar fengið þráan smörþefinn af viðhorfum erlendra ríkja til Íslands sem það er ekki í viðeigandi liði með?
Hvað heldur fjármálaráðherra að utangátta Ísland eitt og sér hafi þar helst að vopni í hinum harða heimi? "Tæra snilld" og blekkingarmátt ofurfólksins sem þar býr í fiskibeinsturni sínum?!

Þær spurningar sem hér eru viðraðar hefði hinn snjalli "fréttmaður" átt að knýja svör við hjá hinum tungulipra ráðherra, en hann hefði allt eins getað látið ráðherrann tala í símsvara til beinar endursagnar úr því að hann hafði ekki tilburði til að ganga á ráðherrann með skýringar og ábendingar um hver stefna hans væri nákvæmlega í þessu máli. Svona vinnubrögð eru ekki ný af nálinni hér. 
Hvar vill Steingrímur skipa Íslandi á ofangreindu taflborði hins bandalagavæðandi heims?
Vill hann og ráðvilltir föðurlandsvinir taka Íslandspeðið af taflborðinu fyrirfram?
Þetta verða eftirgangssamir fréttamenn að fá á hreint hjá stjórnvöldum og málsmetandi aðilum á sviði þjóðmála.
Við þolum ekki meira bull og blekkingar, né moðreyk og ráðvillu í húsum ráðamanna.


mbl.is Afstaða til ESB-aðildar óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://ec.europa.eu/enlargement/candidate-countries/iceland/relation/index_en.htm

Útskýringar Kommissionarinar [Umboðsins] í Brussel, lesnar m.t.t. þess sem er undanskilið og sértækra merkinga  orðforðans, þá reyndust ekki vera verðmæti á evru mælikvarða, hvað varðar útflutning frá Íslendi, króna hafði verið ofmetinn í ljósi fjármálageira sem átti ekki fyrir áhættu sem hann tók í viðskiptum, það er lagði ekki eða fjárfesti á móti í öruggum varasjóðum, kallað að afskrifa. Engin stundar áhættuviðskipti til langframa í alvörunni nema fífl. Það er maður tapar bara áhættu vöxtunum [verbótunum], ef greiðslugeta greiðanda bregst.

Krónan kom vel út fyrir græðgi spillta lánafyrirgreiðslustjórnsýsluna í samanburði við að henni hefði verið skammtaðar evrur til greiðslna úr ríkissjóði. Þá hefði ekki verið hægt að velta skuldinni á almenningi í formi dýrari innflutnings.

Ísland er búið að afsala sér fjárforæði til Brussel óformlega, þess vegna komu fulltrúar þeirra [36% hlutur eru í eigu EU] AGS til Íslands. Kemur ill út fyrir Brussel að vera með bein afskipti. AGS má líka eftir Lissabon koma í leikinn þegar um formlegt samruna Ríki er að ræða. Ríki sem renna inn í [ESB] EU geta notað fjármagn frá AGS til að tryggja sínum Seðlabanka inngöngu í Evrópska þjóðarSeðlabankakerfið.

Steingrímur hegðar sér eins og Forstjóri í fyrirtæki sem er komið á hausinn og lætur lykil lándrottna stjórnaferðinni það er greiða þeim sem mest, losa út fjármagn, í von um að þeir erlendu finni nýjan rekstrargrundvöll fyrir Ísland.  Það þýðir líka sömu þjóðartekjur á haus og Skotar.  40% minni en Færeyingar og 70% minni en Norðmenn. Ekkert Ríki í heimi hefur fallið jafn langt niður í rauntekjum og Ísland síðustu 30 ár í heiminum.               

Júlíus Björnsson, 21.1.2011 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband