John Lennon skrifar í skýin

Bókin Skywriting by Word of Mouth eftir John Lennon inniheldur efni sem hann skrifaði eftir hendinni þegar andinn blés honum það í brjóst, aðallega á áttunda áratug 20. aldar eftir að hljómsveit þeirra Bítlanna, The Beatles, hætti.
Í bókinni eru alls kyns athugasemdir Lennons um menn og málefni og samskipti hans við umheiminn, smásögur, dæmisögur og pælingar, sem oft eru kaldhæðnislegar og hnittnar í dæmigerðum “Lennon-anda”.
Á einum stað ræðir hann um listræna andagift og heldur því fram að miklir andans menn eins og Albert Einstein, Pýþagóras og Ísak Newton hafi verið dulhyggjumenn (e. mystics) að vissu leyti. Bendir hann í því sambandi á þá aðferð sem hér um ræði (og sperri nú allir skapandi menn og konur augu og eyru!). Lennon skrifar:

“But the main point I was getting at was the fact that in order to receive the “wholly spirit”, i.e. creative inspiration (whether you are labelled an artist, scientist, mystic, psychic, etc.), the main “problem” was emptying the mind. ... You can’t paint a picture on dirty paper; you need a clean sheet.”

Tekur hann sláandi og sorglegt dæmi til útskýringar á því, en segir svo:

“It’s the same with the Christians (so called). They’re so busy condemning themselves and others, or preaching at people, or worse, still killing for Christ. None of them understanding, or trying in the least, to behave like a Christ.”

Sbr. tilvitnanir í  John Lennon Skywriting by Word of Mouth 2010 [1986], s. 33-35. New York, NY: HarperCollins Publishers (It Books).

Blessuð sé minning John Lennon. Gott er að hafa friðarsúluna í Viðey kærleiksboðskap hans til vitnisburðar og minningar.


mbl.is Lennons víða minnst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband