Til hamingju með umhverfisverðlaunin, Ómar

Það er reglulegt ánægju- og fagnaðarefni að Ómar Ragnarsson skuli fá svona viðurkenningu og umbun fyrir hugsjónastarf sitt til verndar náttúruarfi Íslands. Það er svo sannarlega tímabært og þó fyrr hefði verið, þar sem Ómar hefur látið verkin tala í þessum efnum svo eftir er tekið hérlendis og erlendis.

Ómar og aðrir sem sýnt hafa í verki hug og dug til þess verks eiga mikinn heiður skilið.
Því miður eru það ekki margir sem koma í snarhasti í hugann í þessu samhengi, en þó má nefna lærimeistarann og náttúruþulinn Guðmund P. Ólafsson, bókahöfund með meiru (höf. að Hálendi Íslands og fleiri perlum). 
Þeirra og slíkra verður minnst af komandi kynslóðum Íslendinga með þakklæti og aðdáun á þeim skilningi og baráttuhug sem þeir sýndu gagnvart heimkynnum okkar, Íslandi, svo að þær mættu eins og við og horfnar kynslóðir njóta "landsins sem lengi var".


mbl.is Ómar fékk umhverfisverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband