Skima frekar eftir reykingum

Ég er ekki frá því að fyrr ætti að ráðast með harkalegum hætti gegn reykingum fólks heldur en eyða fjármunum í svona skimun sem vísbendingar eru um að ekki gagnast sem skyldi, nema þeim sem selja slíka þjónustu.

Bæði er þörf á sterkum áróðri og upplýsingamiðlun gegn reykingum og öflugu forvarnarstarfi gegn því að börn, unglingar og aðrir hefji reykingar. Fremur bæri því að skima eftir því hvar reykingar eru stundaðar og bregðast við með viðeigandi hætti.

Reykingar eru almennasti sjúkdómsvaldur sem um getur, enda ekki nema von þar sem í tóbaki finnast á fjórða þúsund eða um 4000 eiturefni. Um 4000!

Ef fólk hugsar sig vandlega um þá ætti það að svara eftirfarandi spurningu, hver fyrir sig:

"Vil ég anda að mér banvænum og hægdrepandi eiturefnum af fúsum og frjálsum vilja, oft á dag?" Eiturefnum, sem eru einn helsti sjúkdómsvaki af hvers kyns tagi, svo sem lungnasjúkdóma, blóð- og æðasjúkdóma, taugasjúkdóma, geðröskunarsjúkdóma, krabbameins og margra fleiri sjúkdóma. - Hvað getur þú nefnt til viðbótar? - Að ekki sé minnst á kostnaðinn og lífshættulega mengunina fyrir aðra en bara sjálfan reykjandann.

Einn óbeinn "kostur" við reykingar eru þó sá að hann styrkir framleiðendur og seljendur tóbaks fjárhagslega. Væri samt þeirri fjárhagsaðstoð ekki betur varið til góðgerðarsamtaka, eða bara fjölskyldunnar sjálfrar. Ekki veitir henni og "náunganum" í samfélaginu af stuðningi. Tóbaksframleiðendur eiga nú þegar digra sjóði eftir dyggan stuðning fórnarlamba sinna, reykingaþrælanna og -fiktaranna, lífs og liðinna gegnum árin.

Því hefur verið haldið fram að helsta og öflugasta og almennasta atriðið til þess að skera niður kostnað í heilbrigðiskerfi lands til lengri tíma litið sé að stemma stigu við reykingum fólks og stuðla að minnkun þeirra. Í kjölfarið minnkar afleiddur kostnaður vegna hvers kyns krankleika fólks af völdum reykinga.
Þeim fjármunum sem þannig sparast væri betur varið til annarra hluta, t.d. lækninga og meðferðar á "óumbeðnum" sjúkdómum og öðrum aðkallandi heilsufars- og þjónustumálum.


mbl.is Skimun fyrir blöðruhálskrabba sætir gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband