Gangast ekki við eigin lögum!

Skrýtið mál Icesave! Meira að segja þeir sem harðast gengu fram í samþykkt laganna, forsætisráðherra og ekki síst fjármálaráðherra, ætla síðan ekki að mæta á kjörstað og greiða atkvæði sitt með þeim! Fjármálaráðherran lagði jafnvel embætti sitt að veði s.l. sumar við að lögin yrðu samþykkt þá.

Ekki er furða að aðrir kjósendur skuli hugsa sinn gang og hugleiða að mæta á kjörstað og kjósa NEI, fyrir hagsmunum þjóðarinnar.

Forsætisráðherra rataðist þó eitt rétt orð í munn í þessu ömurlega viðtali. Hún sagði að sér fyndist það "dapurlegt" að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan (í sögu lýðveldisins) skuli snúast um svona "markleysu".
Það er hárrétt! Það er afskaplega dapurlegt fyrir þjóðina að ríkisstjórnin skuli hafa klúðrað málarekstrinum kringum Icesave svo kyrfilega að þessi staða kom upp.


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband