Viðhorf stjórnarinnar afhjúpuð

Þarna afhjúpar Steingrímur væntanlega afstöðu ríkisstjórnarinnar til Icesave-málsins og óréttmætra "samninga" um málið við Breta og Hollendinga:

Hann og ríkisstjórnin vill semja við Breta og Hollendinga hvað sem það kostar en aðrir vilja sporna við fótum og ná sem hagstæðustum samningum, úr því verið er að reka málið í þeim snarvitlausa farvegi á annað borð. Auðvitað tekur síðari stefnan meiri tíma en óðagots-skyndilausn ríkisstjórnarinnar.
Ekki er nema von að Steingrímur sé pirraður út af töfinni við að koma hengingarólinni um háls þjóðarinnar.

Álengdar hímir forsætisráðherra og þvaðrar um að lýðræðisbundinn réttur þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sé "markleysa".

Það sem er marklaust er hins vegar ríkisstjórnin og hennar lið sem sér ekki hvernig hagsmunum þjóðarinnar er best borgið í þessu máli sem mörgum öðrum og aðhefst ekki á þeim sviðum sem máli skipta fyrir almenning. Hvað átti hún til dæmis við með slagorðinu "skjaldborg" fyrir heimilin? Sagði hún eða meinti hún bara gjaldborg, eins og einhver bloggarinn orðaði það?

NEI við Icesave-lögunum í kosningunum 6. mars 2010 !

Ef svo mikið sem eitt JÁ-atkvæði skilar sér í kosningunum merkir það að annaðhvort Bretar eða Hollendingar eru í okkar röðum. Það er ólíklegt að réttvísandi Íslendingur kysi gegn eigin hagsmunum.


mbl.is Hvað á Steingrímur við?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband