4.3.2010 | 21:45
Kemur markleysa frá kjósendum - og fagmennskan uppmáluð frá RÚV?
Það er merkilegt að þegar forsætisráðherra Íslands er tekinn tali um Icesave-málið og fullyrðir að áformuð þjóðaratkvæmagreiðsla á laugardaginn, 6. mars 2010, sé "markleysa", án þess að telja nein rök því til stuðnings, þá þegir fréttamaður þunnu hljóði og spyr ekki hvaða ástæður eru fyrir þeirri skoðun ráðherrans!
Þetta væri skiljanlegt ef um væri að ræða leikþátt hjá Spaugstofunni eða þess háttar, en þegar RÚV á í hlut þá blöskrar manni. Ekki síst þegar nýbúið er að skipta út reyndu fólki þar fyrir væntanlega enn hæfara fólk! Eða hvað?
Yfirlýsing forsætisráðherra stendur þó upp úr og er hún ekki boðleg þjóðinni, sem samkvæmt leikreglum lýðræðisins og stjórnarskrá landsins á að fara að tjá sig formlega um mikilvægt málefni. Er forsætisráðherra að segja að markleysa komi frá kjósendum?!
Kosningarnar blasa við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.