Boycott og fjögurhundruðþúsundkallar

Erlendir lánardrottnar sem urðu eigendur Arion banka átta sig ef til vill ekki á því að Íslendingar hafa styrk og burði til að "boycotta" þau fyrirtæki sem þeim hugnast ekki þannig að það geri út af við þau.

Þessu ættu þeir nú þegar átta sig á, sem og íslenskir eigendur bankanna, er þeir ráðstafa fyrirtækjum sem þeir sitja uppi með eftir bankahrunið svo að ekki fari enn verr fyrir þeim.

Ef fyrirtækjum er ráðstafað til "hruns"-eigenda sem líklegir eru til að fá þungar "ákúrur" í væntanlegri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, og eins og nú virðist vera að koma í ljós, og þannig að almenningi yrði gróflega misboðið þá mun almenningur sé hann samkvæmur sjálfum sér sniðganga viðkomandi fyrirtæki meðan einhver annar valkostur býðst á landinu á viðkomandi vöru- og þjónustusviði. Þar með talið þann banka sem á þátt í slíku. Einn fjögurhundruðþúsundkall og tugþúsundir til viðbótar gera stóra innlánsupphæð þegar saman safnast!

Þá munu og rökréttar raddir m.a. raunverulegs samvinnurekstrar almennings fá byr undir báða vængi, eins og heyra má reyndar nú þegar. Hliðstætt hefur gerst áður í verslunarsögu Íslands. Mun þá einhver segja: "Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott!"


mbl.is Ákvörðun Arion banka misbýður samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband