Hvað um skynsemina í fjármálaeftirlitinu?

Það eru skrýtin og vesældarleg "rök" fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlits Íslands (FME) að embættismenn þess hafi árið 2008 svarað erlendum kollegum sínum með beinum tilvitnunum í framlögð gögn frá íslensku einkabönkunum, þeim sem FME átti að fylgjast með. FME hafi sem sé verið í góðri trú um réttmæti upplýsinganna.
Maður skyldi halda að slíkt eftirlit felist í og sé gert á forsendum eftirlitsstofnunarinnar en ekki þeirra sem hafa á eftirlit með, bönkunum í þessu tilfelli!

Það er út af fyrir sig grafalvarlegt mál ef löggiltir endurskoðendur hafa skrifað upp á hriplekt plagg sem kallað var árshlutauppgjör bankanna, að ekki skuli hafa verið hægt að treysta því, eða ekki hugað nægilega vel að forsendum þess.
Annað er ef FME hefur látið nægja að fara yfir gögn annarra aðila og bankanna sjálfra um stöðu þeirra, en ekki gert nægilegar kannanir sjálft á vettvangi. 
FME hlýtur að þurfa að sannreyna hlutina, a.m.k. taka skynsamar stykkprufur á útreikningum og forsendum varðandi lykilatriði í stöðu bankanna til að geta birt umsagnir við t.d. erlend fjármálayfirvöld eins og hið hollenska um stöðu þeirra.

Fyrrverandi forstjóri FME, Jónas Fr. Jónsson, benti á í grein í Morgunblaðinu þ. 19.9.2009 bls. 8, “AGS taldi álagspróf eftirlitsins strangt”, að bankar og fjármálastofnanir hafi staðist vel álagspróf FME gagnvart “áhrifum tiltekinna áfalla” á eignfjárstöðu bankanna sem könnuð voru í prófunum. Hið síðasta hafi verið framkvæmt stuttu fyrir hrun bankanna og hafi verið samkvæmt opinberum reglum þar um. Hins vegar hafi lausafjárstaðan ekki verið athuguð þar á meðal !
Þetta er aldeilis furðuleg yfirlýsing og ritaði ég nánar um það í pistli mínum hér á blogginu.
Svo virðist sem heilbrigð skynsemi hafi ekki alveg ráðið för um það hvaða atriði voru athuguð. Hafi FME og yfirvald þess, viðskiptaráðuneytið/viðskiptaráðherra, haldið sig stíft við slíkar götóttar reglur athugasemdalaust, þá var ekki von á góðu.


mbl.is Stjórnvöld lugu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég bendi aðilum að kynna sér þjóðar skýrslur IMF frá 1997 sem flestir Seðlabanka heims  standa að.

Íslenska tilfellið hefur alltaf verið tvísýnt frá um 2000.  2008 er spurt til að geta svarað í dag.

Spurningar voru óþarfar. EU lokaði útlánalínum af þjóðernis ástæðum. Einkabankarnir tveir fengu leifi til að standa í skilum við EU bankakerfið með því að fjármagni sig á venjulegum neytenda markaði í Hollandi og Bretlandi. Þetta var ekkert leyndarmál að þetta var skammtíma redding af hálfu Íslensku bankanna. 

Júlíus Björnsson, 5.2.2010 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband